Færsluflokkur: Bloggar

Rangt verð?

Ef nýtt hótel er nánast uppbókað, þá stemmir ekki eitthvað.

Er verðið of lágt?

Er verið að undirbjóða?

Allavega er það góða regla að vita, þegar þú ert með fullt hótel tvo daga í röð þá ertu að verðleggja þig vitlaust.


mbl.is Nánast uppbókað á stærsta hótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu miklu viltu eyða á þínu ferðalagi?

Það er ansi skemmtilegt að fylgjast með umræðunni um kökusneiðina.  Hún er bara alls ekkert dýr ef hún er borin saman við aðrar kökur á líkum stöðum þar sem ég hef verið erlendis.

En hvernig ferðumst við og hversu miklu eyðum við sjálf á okkar ferðalögum?  Ég veit það að ég eyði meiru en bróðir minn.  

Það er sagt að hver ferðamaður eyði alltaf minna og minna á Íslandi.  Því er þessi frétt morgunblaðsins í hrópandi mótsögn við það.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/01/31/hver_ferdamadur_eydir_minna_en_adur/ 

Þar sem ég starfa, þá kemur nærri hver einasti gestur með poka frá Bónus eða öðrum lágvöruverðsverslun.  Ferðamaðurinn hugsar.  Hann eyðir ekki eins og margir sem fara til útlanda á Vísa-rað og borga alltaf þjórfé eins og hann væri Bill Gates.

Þegar ég bjó í Þýskalandi þá ráðfærðu margir Þjóðverjar sig við mig.  Þeir voru ekki með mikil fjárráð en fóru samt í 2ja vikna ferð til Íslands.

Það sem ég er nú að reyna að segja er að ekki allir ferðamenn kaupa mat á dýrustu stöðunum á hverjum degi.  Þeir leyfa sér það stöku sinnum.  Þá kaupa þeir sér kökusneið með rjóma á einum flottasta staðnum á Norðurlandi.

Það fyrsta sem ég geri erlendis er að skoða hvar næsti stórmarkaður er.  Ég fer ekki í litlar verslanir með túristafánum.  

Þegar ég ferðaðist um Sardiníu fyrir nokkrum árum þá var verðið á túristasvæðinu margfalt dýrara en í stórmarkaðnum fyrir venjulega Sardiníubúann.  Ég verslaði aðeins í stórmarkaðinum eftir að ég keypti litla kók, 0,25cl, á um 3,50 evrur eða u.þ.b. 540 krónur.

Ég keypti þar frábært hvítvín eða eitt það besta sem ég hef nokkurn tíma smakkað.

Við verðum að hætta að vera með þessar upphrópanir.  Í fyrra voru það lélegir bílaleigubílar.  Í ár eru það verkföll, há verð á ferðamannasvæðum og gjaldtaka á viðkvæmum ferðamannastöðum.

Hvað ætli það verði á næsta ári?   


mbl.is Ferðalag til Íslands kostar milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgaflokkar höfða til ótta við aðra

Verfassungsschutz í Þýskalandi birti árlega skýrslu sína í dag.

Það var margt áhugavert í henni.

Sérstaklega var tekið fram hvernig NPD, hægri öfgaflokkur, hefði verið að höfða til ótta venjulegra Þjóðverja við "aðra" en þá sjálfa.

Nú er ágætt að hugsa til kosningabaráttu eins flokksins í Reykjavík.

Myndi Verfassungsschutz í Þýskalandi bæta honum við flokka sem vinna gegn stjórnarskrá landsins? 


Er ekki Arnarflug enn með flugferðir til og frá landinu?

Það er gaman að svona fyrirsögnum.

Hún væri líklega rétt ef þetta hefði verið skrifað fyrir nokkrum áratugum þegar engin önnur flugfélög en Flugleiðir og Arnarflug voru með flugferðir til og frá landinu.

Nú er öldin önnur og fleiri flugfélög fljúga til landsins.

Þetta ógnar engu öðru en framtíðarbókunum hjá Icelandair, eins og Flugleiðir heita í dag.

WOW-air hætti við að fljúga til Bandaríkjanna í sumar.  Var þá skrifað um að ISAVIA væri að stefna stærsta ferðasumri sögunnar í hættu?

Heimurinn er eins og við sjáum hann, oftast inni í kassa. Ef við förum út fyrir hann og skoðum hvaða flugfélög eru með flugferðir til of frá landinu, þá öndum við öll léttar. 


mbl.is Stærsta ferðasumar sögunnar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær ferðaiðnaður á Nýja-Sjálandi, myndband

Til þess að skilja betur hvað sjálfbær þróun og sjálfbær ferðaiðnaður er, þá mæli ég með eftirfarandi myndbandi.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband