Færsluflokkur: Umhverfismál

Egill sýnir okkur rusl í miðbænum

Þær eru ekki fallegar myndirnar sem Egill Helgason tók í morgun og setti á bloggið sitt.

Við hljótum nú að geta "hitt" í ruslafötuna eða ef hún er full, fundið aðra eða sett ruslið við ruslafötuna.

En annað kom mér á óvart og það er að það er fullt af rusli fyrir framan veitinga- og skemmtistað í miðbænum.

Þegar við rekum fyrirtæki, þá viljum við líklega öll fá inn viðskiptavini.

Það gerum við með að hafa hreint og snyrtilegt inni og úti.

Þegar ég starfaði í Berlín, þá fórum við reglulega út til þess að sópa og henda rusli.

Ég ráðlegg öllum fyrirtækjum að hreinsa einnig svæði sem þau eiga ekki, mér finnst það sjálfum eðililegt.


Hvað segir Rannveig Rist?

Ef við skoðum fréttir frá síðustu viku á mbl.is og viðtal við Rannveigu Rist.

Þá kemur eftirfarandi fram;

"Benti hún á að tillaga iðnaðar- og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta fæli í sér verndun á yfir helmingi virkjanakosta."

"Aftur á móti væri þar boðað grænt ljós á undirbúning umtalsverðrar orkuöflunar, eða sem nemur um 13 teravattstundum. Sú orka myndi duga fjórum Straumsvíkurálverum og að auki til 20-földunar ylræktar."

Þarf að fara í fleiri virknaframkvæmdir en þetta? 

Síðasta setning í greininni er eftirfarandi;

"Loks sagðist Rannveig sannfærð um að iðnfyrirtæki landsins yrðu í fararbroddi nýrrar sóknar á Íslandi."


mbl.is Þingmenn forðist gífuryrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakinn, nýtt umhverfiskerfi í ferðaiðnaði

Vakinn er nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaiðnaðinn.

Líklega hafa flestir í ferðaiðnaðinum kynnt sér Vakann.

Það getur ekki talist gott fyrir ímynd Íslands að heyra að Ísland er neyslufrekasta þjóð í heimi.  Það passar ekki inn í hugmyndir fólks um hreina náttúru og sjálfbæra þróun.

Það er því mikilvægt fyrir ferðaiðnaðinn að Íslendingar geri eitthvað í sínum málum.

Ég er mjög ánægður með Vakann, það er stórt skref í áttina að því að gera ferðaiðnaðinn að sjálfbærum iðnaði.

Umhverfiskerfi Vakans hefur þrjú viðmið, brons, silfur og gull.  Þannig að fyrirtæki þurfa ekki strax að breyta öllu hjá sér strax til þess að hljóta umhverfisvottun Vakans. 

Ég tel að eftir einhver ár geti það verið orðin lagaleg skylda að uppfylla ákveðin skilyrði í Vakanum.  Þess vegna hvet ég öll fyrirtæki í ferðaiðnaðinum að taka þátt í Vakanum og setja sér stefnu í umhverfismálum.

Það sem mér finnst einnig merkilegt við Vakann, er að hann hefur siðareglur.  Allir þeir sem vilja taka þátt  þurfa að samþykkja siðareglurnar. 

Það getur orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni.

Eftirfarandi myndband getur gefið þér hugmynd um hverju þú getur breytt hjá þér.


mbl.is Íslendingar neyslufrekasta þjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel og gististaðir: Vökva með rigningarvatni

Það er langþægilegast að vökva með vatni sem kemur með leiðslum langar leiðir.

Vökvun á gróðri þarf ekki endilega að vera hátt hlutfall af vatnsnotkun.

En hvernig væri að koma upp safnaðstöðu fyrir rigningarvatn og vökva gróðurinn með uppsöfnuðu rigningarvatni.  Nóg rignir á Íslandi.

Það gæti verið áhugavert að bera svo saman vatnsnotkun á milli ára.

Margt smátt gerir eitt stórt og einhvers staðar þarf að byrja.

Þetta myndband gæti gefið þér hugmyndir hvernig þú getur nýtt þér rigningarvatn:


Umhverfisvænt bæjarfélag með forystuhlutverk í ferðaiðnaði

Ég hef þegar skrifað um innflutning á sorpi á álit mitt á því.  Ég vil ekki að Reykjanesbær flytji inn sorp.

En nú skulum við skoða Framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem hefur verið gefið út og skýrir stefnu bæjarfélagsins til 2015.

Í því stendur að bæjarfélagið vill vera aðlaðandi og umhverfisvænt.

"Ekki síst viljum við skapa börnum okkar bestu tækifæri í öruggu, aðlaðandi og umhverfisvænu samfélagi til að rækta hamingju og heilbrigði, afla sér góðrar menntunar og áhugaverðra framtíðarstarfa."

Þar stendur einnig að það hafi forystu í ferðaiðnaði.

Reykjanesbær hefur forystu um að kynna ýmsa viðburði og staði sem spennandi er fyrir innlenda og erlenda gesti að heimsækja hér í bæjarfélaginu. Stapinn, Víkingaheimar, Duushús, Stekkjarkot o.fl. staðir fái nægt fjármagn til kynningar á sínum verkefnum.

Þannig að stefna Reykjanesbæjar er að vera umhverfisvænt bæjarfélag sem hefur forystu í kynningu á viðburðum og stöðum fyrir innlenda og erlenda gesti.

Ég hef ekki trú á því að bæjarfélagið ákveði að fórna þessari forystu fyrir sorpbrennslu.


mbl.is Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaiðnaður: Stykkishólmur og sjálfbær þróun

Ég ætla ekki að skrifa mikið í þessari færslu.

Ég er með myndband um Stykkishólm og ferðaiðnaðinn.  Það sýnir í raun og veru hversu einfalt það er og spennandi að bjóða ferðamönnum upp á það sem er þegar til á svæðinu.  

Það þarf ekki alltaf að búa til eitthvað nýtt heldur uppgötva hvað svæðið hefur upp á að bjóða.  Það er mest spennandi. 

Stykkishólmur fékk EDEN verðlaunin í fyrra og er því gæðaáfangastaður Íslands árið 2011.  En hér er hægt að lesa meira um EDEN verkefnið, en það er á vegum ESB.  Meira að segja búið að þýða kaflann um Stykkishólm á íslensku.

Það ættu öll sveitarfélög að læra af Stykkishólmi.  Best að hringja strax á morgun og spyrja hvað þarf að gera.  

Stykkishólmur sýnir einnig að allir eiga að taka þátt, eða hafa möguleika á því að taka þátt.  Það er í raun númer eitt.

 

 

 


Náttúruverndarsamtök og ferðaiðnaðurinn eiga að starfa saman

Það er ekki gert ráð fyrir því í rammaáætluninni að byggja eigi upp ferðaiðnað á Reykjanesi.

Það er gert ráð fyrir því að stór hluti fari undir virkjanir.  Ég skil ekki alveg til hvers það þarf að byggja svona margar virkjanir.  Í hvað á allt rafmagnið eiginlega að fara, en það er önnur spurning og hefur ekkert með ferðaiðnaðinn að gera nema að því leiti að ferðaiðnaðurinn þarf rafmagn.

Það er mjög gott að mótmæla.  

Til þess að mótmæli nái fram að ganga væri ekki verra ef ferðaiðnaðurinn og náttúruverndarsamtökin myndu móta sameiginlega stefnu í náttúruvernd og ferðaiðnaði á svæðinu. 

Það er ýmislegt sem við ættum að hafa í huga þegar stór landsvæði eru nýtt í virkjanir:

1.  79,7% sögðu að íslensk náttúra væri ein af ástæðum þess að koma til Íslands
2.  46,6% ferðamanna ferðuðust til Reykjaness 
3.  Þegar ferðamenn voru beðnir um að nefna þá ferðamannastaði sem voru eftirminnilegastir (Þetta var opin spurning) nefndu þeir eftirfarandi:

1. Náttúran, útsýnið/ landslagið (16,6%)
2. Bláa lónið (7%)
3. Fjallagöngu/göngur/Fjallgöngu (5,2%)           (Ferðamálastofa 2012) 

Þrjár aðal ástæður þess að koma til Íslands eru að öllu leiti eða að hluta til á Reykjanesi.  Nú þarf að koma því til skila til yfirvalda.

Besta leiðin er að sýna möguleikana og hvernig þeir eru nýttir í dag og hvernig gert er ráð fyrir því að þeir verði nýttir í framtíðinni.

 

Heimildir:  

Ferðamálastofa. 2012. International Visitors in Iceland: Visitor Survey Summer 2011.



mbl.is Reykjanesfólkvangi breytt í iðnaðarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband