Nubo styrkir íslenskan ferðaiðnað

Ég verð að viðurkenna það að ég var frekar hlynntur kaupum Nubo á Grímsstöðum.  Eftir á að hyggja get ég fallist á ákvörðun Ögmundar um að banna kaupin.

Nú er verið að fara aðra leið sem fleiri aðilar geta fallist á.  Bergur Elías, sveitarstjóri Norðurþings, vill sem minnst segja um málið fyrr en það er í höfn.  

Ég hlakka til að sjá hugmyndir Nubo hvað hann ætlar að gera á svæðinu.  Ég vona þó að hann hugsi í anda sjálfbærrar þróunar, þ.e. hugsi um náttúruna og samfélagið.  Hann sér tækifæri og það finnst mér mjög gott og við getum vonandi lært af honum í því sambandi.

Margir telja að ferðaþjónusta felist í því að byggja eitt hótel með bílastæði og kannski golfvelli.  Þróun ferðaþjónustu getur falið í sér miklu meira.  Það eru í raun engin takmörk  fyrir því hvað hægt er að gera. 

Ég vona að sátt náist í þessu máli.  Það er gott ef ferðaiðnaðurinn á landsbyggðinni nær að styrkjast og dafna. 


mbl.is Tíðinda að vænta innan tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég hefi áður reynt að vara Íslendinga við hættunni af því að hleypa kommúnista-Kína inn í landið.

Það á enginn að leyfa sér slíkan barnaskap að halda að einhver Kínverji segist koma með fulla vasa af peningum til þess að koma upp einhverri "ferðamennsku" uppi á reginfjöllum á Íslandi.

Í öllum bænum, - sláið af þessa stórhættulegu vitleysu, áður en í óefni er komið.

Tryggvi Helgason, 6.3.2012 kl. 16:51

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Tryggvi,

Mér finns þessi hugmynd góð, þ.e. að byggja upp ferðaþjónustusvæði uppi á fjöllum.  Þar sem ekki allir sjá tækifæri.

Ég treysti því að Bergur Elías og félagar fari varlega í þessu máli.

En það er rétt hjá þér,  "einhver ferðmennska".  Við hljótum að fá að vita bráðlega hvað Nubo ætlar sér að gera á Grímsstöðum.

Stefán Júlíusson, 6.3.2012 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband