Fín ræða Steingríms

Ég verð að segja það að mér fannst þessi ræða alveg frábær.

Landbúnaður er mjög mikilvægur.  Hér á Íslandi eru kjör aðstæður fyrir sjálfbæran og framsækinn landbúnað.

Mér finnst gott að Steingrímur talar um sjálfbæran landbúnað en ekki fæðuöryggi.  Sjálfbær landbúnaður skapar aukið fæðuöryggi.  

Mér finnst einnig gott að hann minntist á ferðaþjónustu í sambandi við landbúnað.

Ferðamenn fara mikið út á land og dvelja oft lengi fyrir utan Reykjavíkursvæðið.  Þar með skapast aukin eftirspurn eftir matvælum á landsbyggðinni.  Af hverju ætti þá ekki að selja ferðamönnunum matvæli sem framleidd eru í nágreninu.  

Það myndi auka upplifun ferðamannsins ef hann gæti notið afurða svæðisins sem hann dvelur á.  Því er ekki að neita.

Ferðamennirnir fara með þessa upplifun heim til sín og vilja líklega aftur kaupa íslenskar vörur.  Þannig getur markaðssókn erlendis byrjað á Íslandi.

Ferðamönnum á eftir að fjölga mikið á næstu árum.  

Þeir ferðamannastaðir sem byggja á því sem fyrir er á svæðinu eiga eftir að standa upp úr og dafna. 

 

 


mbl.is Bjartsýnn á framtíð landbúnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband