Hvernig fáum við ferðamenn til að fara út fyrir Reykjavík?

Ég ætla ekki að mótmæla Samtökum ferðaþjónustunnar.

En ef það á að lækka álögur á eldsneyti, þá á það að vera til lengri tíma.  

Lækkun til skamms tíma hefur ekki langtíma áhrif á rekstur fyrirtækja.  Það getur líklega reddað einhverjum yfir árið, en hvað á svo að gera á næsta ári.

Eldsneytisverð er að hækka og mun alltaf fara hækkandi.  Ferðaþjónustufyrirtæki verða að taka það með í reikninginn og finna aðra möguleika til þess að lækka kostnað.

Sem dæmi má nefna sparneytnari hópferðabílar, minni hópferðabílar, annar eldsneytisgjafi og þess háttar.

Ég ákvað að taka "áskorun" SAF og leita að sæti, á internetinu, frá Reykjavík til Húsavíkur og það á ensku.  Ég mæli með því að þú gerir það einnig.  Það væri líklega enn meiri og skemmtilegri áskorun að bóka ferð frá Reykjavík til Þingeyrar.  

Það er ekki svo einfalt að leita að rútuferðum á netinu. 

Auðveldast er að gista þá bara í Reykjavík og fara í dagsferðir.  Það er ekki flókið á netinu.

Af hverju tala ég svona mikið um internetið? 

78% ferðamanna til Íslands skipulögðu ferðina til Íslands sjálfir.

75,4% ferðamanna notuðu internetið til upplýsingaöflunar.

Ef landsbyggðin vill ekki missa af ferðamönnum, þá á hún að samhæfa krafta sína til þess að aðstoða verðandi ferðamenn við að skipuleggja ferðina um landið.

Stöðug mótmæli vegna verðhækkana á eldsneyti fjölgar ekki ferðamönnum á landsbyggðinni heldur meiri kraftur í samhæfðum markaðsmálum ferðaiðaðarins á landsbyggðinni.


mbl.is Alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stefán, þú hefur áhyggjur af áhrifum eldsneytiskostnaðar á dreifingu ferðamanna hér innanlands. Áreiðanlega eru þær ekki ástæðulausar.

En hvað með flugvélaeldsneytið? Eða kolefnisskattinn?

Gæti íslenskur ferðaiðnaður ekki staðið frammi fyrir því að ferðalöngum til landsins fækki verulega?

Kolbrún Hilmars, 29.2.2012 kl. 16:29

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Kolbrún Hilmars, ég tel ekki að ferðamönnum til landsins muni fækka.  Það getur verið að það hægi á fjölgun ferðamanna.

Þakka þér samt sem áður fyrir að benda á hækkandi verð á flugvélaeldsneyti og kolefnisskattinn.   

Stefán Júlíusson, 29.2.2012 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband