Áhugaverðar fagbækur

Ég bætti við tengla, lista yfir áhugaverðar bækur.

Þetta eru fagbækur sem ég mæli með að þú lesir.

Competitive Strategy og Competitive Advantage eru komnar nokkuð til ára sinna en þær eru alveg frábærar til þess að skilja samkeppni og hvernig hún virkar.  Hún skýrir fyrir okkur leiðir sem hægt er að fara í samkeppni til þess að öðlast markaðsforskot.  Höfundur bókanna er Michael E. Porter

Managing ef Henry Mintzberg er nýleg, gefin út árið 2009.  Hún fjallar um stjórnun, ákvarðanatöku og hvernig hægt er að nýta hæfileika starfmanna og fleira.  Þetta er mjög áhugaverð bók.

Destination Branding er samansafn greina valinkunna manna um hvernig "samfélög" markaðssetja sig, viljandi og óviljandi. 

How to brand nations, cities and destinations er skrifuð af Finnum. Þess vegna er áhugavert að lesa bókina.  Hún skýrir út mikilvægi þess að samfélög stundi sameiginlega markaðssetningu og samvinnu til þess að öðlast markaðsforskot.

Sustainability in the hospitality industry fjallar um sjálfbæra þróun og hvernig fyrirtæki geta stundað rekstur með sjálfbæra þróun í huga.  Það er mjög auðvelt að lesa bókina og hún er full af einföldum leiðum fyrir fyrirtæki að spara útgjöld og stunda sjálfbæra þróun í leiðinni. 

The Step-by-Step Guide to Sustainability Planning leiðbeinir fyrirtækjum hvernig hægt er að innleiða sjálfbæra þróun í rekstri fyrirtækisins.

Ég mæli sérstaklega með Michael E. Porter fyrir alla Íslendinga.  Hún fjallar mikið um það hvernig hægt er að skapa sér sérstöðu, þ.e. keppa að bjóða sem lægsta verðið eða skapa sér sérstöðu.  Á Ísland að framleiða no-name iðnaðarvörur og brenna innflutt rusl eða skapa sér sérstöðu í ferðamálum og iðnaði sem byggir á sjálfbærri þróun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband