Egill sýnir okkur rusl í miðbænum

Þær eru ekki fallegar myndirnar sem Egill Helgason tók í morgun og setti á bloggið sitt.

Við hljótum nú að geta "hitt" í ruslafötuna eða ef hún er full, fundið aðra eða sett ruslið við ruslafötuna.

En annað kom mér á óvart og það er að það er fullt af rusli fyrir framan veitinga- og skemmtistað í miðbænum.

Þegar við rekum fyrirtæki, þá viljum við líklega öll fá inn viðskiptavini.

Það gerum við með að hafa hreint og snyrtilegt inni og úti.

Þegar ég starfaði í Berlín, þá fórum við reglulega út til þess að sópa og henda rusli.

Ég ráðlegg öllum fyrirtækjum að hreinsa einnig svæði sem þau eiga ekki, mér finnst það sjálfum eðililegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála! Það ætti að gera skýrar kröfur að veitingarstaðir, matvöruverslurnar og sjoppur hreinsi reglulega á sínu svæði í kring.

Úrsúla Jünemann, 5.4.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Úrsúla, það er hluti þess að vera góður bissnessmaður að hreinsa til í kringum sig.  Það ætti ekki að þurfa að setja kröfur á þá.

Við sjáum erlendis hvernig starfsfólk sópar fyrir framan verslanir sínar á morgnanna og þrífur svo stéttina með vatni.

Stefán Júlíusson, 5.4.2012 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband