Áhugavert að atvinnulausum skuli fækka í Sviss

Ég ætla aðeins að leyfa mér að blogga um ESB og Sviss.

Sviss er með samninga við ESB ríkin sem jafngildir fjórfrelsinu svokallaða.

Samt sem áður fækkar atvinnulausum í Sviss.

Ég hefði talið, miðað við ástandið í nágranaríkjunum, að atvinnulausum myndi fjölga þar sem fleiri væru í atvinnuleit, þ.e. frá ESB ríkjunum og þeir Svisslendingar sem missa vinnuna við að fyrirtæki ráða ódýrt erlent vinnuafl.

Þetta virðist sýna að ríki sem hafa það gott fyllast ekki af erlendum aðilum í atvinnuleit og í leit að bótum.

Þrátt fyrir að almannarómur fullyrðir að svo sé.  Ég er eiginlega hissa á því hversu hvassyrtir margir Svisslendingar eru gagnvart útlendingum.  Minnir svolítið á suma andstæðinga ESB á Íslandi.

Ég vil engar leiðinda athugasemdir við þetta blogg heldur málefnalegar og vonandi þá einnig heimildir ef menn vilja koma með "staðreyndir" málsins.

Ég vil setja hérna inn myndband af hinum "heimsfræga" og frábæra svissneska listamanni DJ Bobo.  Er hann ekki frábær?


mbl.is Atvinnulausum Svisslendingum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar kom að því að þú Stefán þú agæti komst með ESB-trúboðaspjallið þitt.

Þú segist vera hissa á því hve Svisslendingum sé illa við og tali gegn útlendingum,þú skalt átta þig á því að vandamálin sem eru við að glíma ó Sviss eru geigvænleg,og þá sérílagi gagnvart þá þeim glæpagengjum sem virðast vera að tröllríða Evrópu í skjóli Shengen bullsins sem ég vil kalla.

Svisslendingar hafa hert tökin gagnvart (útlendingum) er hafa leitað eftir störfum í Sviss . Svo virðist þú vera hissa á að atvinnulausum fækki þar.

Útskýringar eru þær að þeir hafa hert allverulega á áðursömdum lögum(gagnvart flæði útlendinga) við ESB-klíkuveldið,um eftirgefanir og það í óþökk þessa vinabandalags þíns sem ESB er í þínum augum .

Svissneska þjóðin er að fá nóg .

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 09:37

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Númi,

ég var bara að lokka þig aftur á síðuna mína.  Þú hefur ekki látið sjá þig svo lengi:)

Í Graubuenden er aðeins 1.6% atvinnuleysi sem er alveg frábært.  Allir frá Íslandi hingað til mín;)

En í alvöru talað, þá er þetta ekkert áróðursbull enda tek ég ekki afstöðu hérna með eða á móti ESB.  Ég er að benda á að atvinnulausir eru ekki eins "færanlegir" eins og talið hefur verið þrátt fyrir fjórfrelsið.  Það kemur mér á óvart. 

Svo minni ég á "rökfestu" andstæðinga ESB, kannski að Heimssýn ætti að fara í meira samstarf við Svisslendinga frekar en Norðmenn.  Svissarar hafa líklega mikla reynslu af því að vera utan ESB inn í því miðju.

Svo er gaman að lesa blöðin hérna í Sviss og hvernig þeir skemmta sér að ESB-batteríinu.

Annars heyrði ég tvo róna vera að spjalla áðan.  Þeir sögðu að útlendingar í Genf fá 4000 franka því það sé miklu meira mál að reyna að losna við þá.  Ég ákvað bara að trúa þeim því sjaldan lýgur róni hvað þá rónar.

Númi, ESB er ágætt en hvort Ísland á að ganga í "ævintýrið" er önnur spurning.

Ég skal svo passa mig á því að skrifa aðeins meira hlutlaust næst (aðeins á móti ESB) næst. 

Stefán Júlíusson, 11.4.2012 kl. 09:54

3 identicon

Stefán þú ágæti,Númi litli er ekki tengdur einum né neinum félagsskap t,d,Heimsýn né öðrum,er bara með mínar skoðanir gagnvart þessu ESB-klíkuveldi sem minnir mig á kommúnísk öfl.

Merkel sem er öflugust allra annara sem eru í forsvari þessa ESB klíkuveldis , kemur frá Austur-Þýskalandi,svo hún kannast vel við það hvað er að kúga og ná yfirráðum yfir frjálsum einstaklingum líkt og var í Austur Þýskalandi.

Aðfarir Evrópusambandsins=ESB-klíkuveldisins gagnvart öðrum ríkjum í Evrópu, eru ekkert annað en kommúnísk aðferð sem Merkel kann svo vel á.

Ég kæri mig ekki um að búa í héraði sem tilheyrir þessu Klíkuveldi sem ESB er. Ísland verður ekkert annað en hérað sem verður stjórnað af Lénsherrum og þeirra undirsátum,líkt og var hér fyrr á öldum.

Stefá þú ágæti,þú nefnir þarna í næstsíðustu línu þinni hér ofar að ESB sé ´´ævintýri´´!  Já það er stórhættulegt ÆVINTÝRI að mínu mati,snýst einungis um að komast yfir auðlindir okkar,og það er niðurlæging gagnvart okkar þjóð sem svo nýlega er búið að fá sjálfstæði,þessi framkoma þessara afla sem ESB-klíkuveldið er . Það er einungis verið að gera lítið úr þjóð vorri,og það eigum við EKKI að samþykkja.Inní þetta svokallaða  Evrópusamband höfum við ekkert að gera,látum ekki LJÚGA okkur inní þetta ESB samband sem rammspillt peningaöfl ráða.

Ps: Stefán þú ert búin að búa í Berlín hjá henni Merkel síðan 2001,,,,það skýrir margt.  (svei mér þá þú ert svoldið hrekkjóttur líka.)

Viss um það og tek undir það að rónarnir sem þú minnist þarna á í grein þinni ,, að þeir eru pottþétt að segja satt.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, Númi.  Við verðum að vera aðeins léttir.

Merkel er búin að vera aðdáandi minn síðan hún elti mig upp rúllustiga í Berlín sumarið 2004.  Ég held að hún hafi haldið að ég tæki ekki eftir því.

Síðan þá hefur hún viljað Ísland í stórveldið sitt.

Það er svo leiðinlegt að tala um ESB að ég nenni því ekki.  Ég er að reyna að einbeita mér að skrifa um tækifæri á Íslandi.  Ég gat bara ekki annað en nefnt þetta með Sviss vegna þess að ég er þar þessa stundina og fylgist með öllu, þ.e. rónum og ESB andstöðunni.

Og já, ekki enda öll ævintýri vel.

En svona aðens í alvöru, þá eru auðvitað sterkir hagsmunaaðilar sem eru fylgjandi aðild að ESB og svo aðrir sem eru á móti aðild.  Það er bara þannig í öllum málum eins og t.d. bara með verðtrygginguna. ASÍ vill ganga í ESB en samt halda í verðtryggingu, ekki skil ég hvernig það gengur upp en svona er þetta á Íslandi.  Þú skrifaðir einnig ágætlega um þetta með hann Árna Pál á öðru bloggi.

Það sem mér hefur fundist vanta á Íslandi er að við setjum okkur einhver langtímastefnu og markmið sem byggir á styrkleikum og tækifærum landsins. 

Eina langtímamarkmiðið virðist vera kreppa á 10 ára fresti.  Það er auðvitað markmið útaf fyrir sig og ber að virða.

Stefán Júlíusson, 11.4.2012 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband