Keflavíkurflugvöllur, nafnarugl á Suðurnesjum sem verður að lagfæra

Ég er að skrifa ritgerð um hótel á Suðurnesjum.  Það verður víst að vera ónafngreint eins og er.

Ég var að skrifa um Keflavík og áttaði mig svo á því að Keflavík er í raun og veru ekki til. 

Í dag heitir Keflavík Reykjanesbær.

En af hverju heitir Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá enn Keflavíkurflugvöllur og með póstnúmerið 235 Reykjanesbær?

Eða á ensku, Keflavik International Airport? 

Fékk ekki flugstöðin nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar?

Á spurningarlista sem ferðamenn fengu var spurt hvort þeir hefðu komið til Keflavíkur.  Hvernig geta ferðamenn vitað að þeir voru í Keflavík þegar bærinn heitir Reykjanesbær?

Samt spyrja ríkisstyrkt samtök að þvi hvort þau hafi komið til Keflavíkur.

Það sem Markaðsstofa Suðurnesja verður að gera er að samhæfa nöfnin á Suðurnesjum og fá fyrirtæki á svæðinu að nota eitt nafn á stöðum og svæðum.

Fyrsta skrefið í samhæfingu svæða er að koma sér saman um nöfn.  Þannig geta hin ýmsu fyrirtæki vísað í það nafn.

Er Keflavíurflugvöllur á landi Sandgerðis?  Eru hagsmunir Sandgerðis ekki að það komi fram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör en þetta er mjög góður pistill frá þér.

Friðrik Friðriksson, 25.4.2012 kl. 16:45

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Segir Keflvíkingurinn. 

Þakka þér fyrir athugasemdina. 

Stefán Júlíusson, 25.4.2012 kl. 16:52

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Held þetta sé út af því að þetta er þekkt og betur kynnt , en er alveg sammála, það þarf að vera eitt nafn á sama staðinn. Mig minnir reyndar að á icelandexpress.is sé aðeins hægt að velja Reykjavík sem brottfarastað. Kannski stóð Keflaík innan sviga, en ekki flugstöð Leifs Eiríkssonar.

En svei mér þá, man ekki alveg hvað freyjurnar segja þegar maður lendir...? Velkomin heim á íslensku jú, en segja þær bara welcome to Iceland ? Eða ??'

Það ætti kannski að finna góða skammstöfun a la JFK í NY ? LE international ? Eða : " Eriksson international" ? Eða bara : " Leif Eiríksson international" Útlendingar hafa gaman af að segja Björk þó erfitt sé, og Eyjafjallajökull, svo þetta gæti alveg gengið. Eða : " Mr. LE international " ? LE ..þá ruglast Frakkarnir kannski í rýminu..Eða væri hægt að grafa upp millinafn hans svo þetta væru þá 3 bókstafir...help !!  ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Keflavík er enn til og líka Njarðvík þó bæirnir heiti nú einu nafni. Á erlendum leitarvélum heitir völlurinn yfirleitt Reykjavík airport merkilegt nokk.

Þorvaldur Guðmundsson, 26.4.2012 kl. 01:10

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, þetta hljómar ruglingslegt.

En það var bara flugstöðin sjálf sem nefnd var eftir Leifi - sem við köllum í daglegu tali Leifsstöð.

Ekki man ég eftir því að flugvellinum sjálfum, Keflavíkurflugvelli, hafi verið gefið nýtt nafn í leiðinni.

Kolbrún Hilmars, 29.4.2012 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband