Nýkrónur og fjárfesting íslenskra einstaklinga og fyrirtækja

Það eru uppi hugmyndir að myntbreytingu hér á Íslandi.

Að losa landið við svokallaðar "froðueignir".

Þetta er áhugaverð hugmynd sem á sér hliðstæðu í herteknu Þýskalandi þar sem Ludwig Erhardt var skipaður fjármálaráðherra af hersetuliðinu í vesturhluta Þýskalands.  Það var engin stjórnarskrá til á þessum tíma og því enginn eignarréttur.

Gjaldeyrishöftin voru sett á, í október 2008, til þess að erlendir eigendur íslenskra króna gætu ekki skipt þeim yfir í erlenda mynt 

Síðan þá hafa íslensk fyrirtæki þurft að skipta öllum útflutningstekjum í íslenskar krónur.

Vegna þessa erfiða ástands og mikillar óvissu í efnahagsmálum hefur verið lítið um fjárfestingar.

Eru það froðueignir þegar fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að leggja peninga til hliðar til þess að mæta óvissu?

Það er of seint að skipta yfir í nýkrónur nema að upphæðin sem skerðist er það há að þeir sem hafa verið að reyna að minnka óvissu og tryggja rekstur fyrirtækja sinna verði ekki fyrir skerðingu.

Hættan af umræðu um nýkrónur er auðvitað sú að peningar fara að leita að fjárfestingarkostum í fasteignum og öðru slíku sem verður til þess að fasteignaverð hækkar.

Er það nóg fyrir þá sem skulda mest að fasteignaverð þeirra hækkar þannig að þeir verða komnir í jákvæða eignastöðu?

Skiptir þá greiðslugeta skuldara þá engu máli?

Umræðan um nýkrónur er áhugaverð, en verði þessi hugmynd að veruleika getur hún sogið í burtu hluta af fjárfestingarfé þeirra fyrirtækja sem hafa viljað fara varlega hingað til.

Þannig gæti fjárfesting Íslendinga dregist saman enn meir því ekkert fé er lengur til og það gæti kallað á enn meiri erlenda fjárfestingu. 

Þetta er ágætis umræða, en við verðum einnig að horfa á þetta út frá fyrirtækjum sem hafa viljað fara varlega í fjárfestingum vegna efnahagsástandsins.

Við verðum að læra að betra er að eiga fyrir fjárfestingum en að taka lán fyrir henni.  Það áttum við að læra í hruninu í október 2008. 

Þau okkar sem erum á móti því hversu bankarnir eru sterkir eiga að vera ánægð með einstaklinga og fyrirtæki sem ekki skulda heldur leggja til hliðar og fjárfesta án þess að þurfa að taka mikil lán. 

Að taka sparnaðinn og kalla hann froðueign er ekki til þess að kenna okkur sparnað. 

Fjárfestingar í ferðaiðnaði kallar oft á kostnaðarsama fjárfestingu.  Þetta er langtíma fjárfesting.  Þess vegna er gott að leggja tekjur til hliðar og fjárfesta með eigin peningum til þess að tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll. 

Sparnaður er dyggð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hún er dálítið sérstök skilgreining þingkonunnar Lilju M. á "froðueignum". Það virðast vera peningalegar eignir í eigu útlendinga.

Skeggi Skaftason, 30.4.2012 kl. 08:55

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Skeggi, þakka þér athugasemdina.

Þetta er auðvitað hugmynd hjá henni sem hún þyrfti að kynna betur.

Það þarf að koma fram hvað "froðueign" er.

Samansafnaður hagnaður fyrirtækja eftir hrun getur varla verið "froðueign" eða þá sparnaður einstaklinga af vinnu sinni eins og t.d. hjá sjómönnum.

Það á að hvetja okkur til að spara í staðin fyrir að hóta því stanslaust að sparnaður sé vondur.

Stefán Júlíusson, 30.4.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband