Hvað er rétt og hvað er rangt?

Það er ekki alltaf einfalt að taka ákvörðun.  

Það eru þó alltaf að minnsta kosti tveir möguleikar í stöðunni.  Að gera það sem er "rétt" án þess að vera viss um að niðurstaðan verði góð.  Hinn möguleikinn er að gera það sem er ekki "rétt" til að fá  góða niðurstöðu.  Á ensku er þetta kallað teleological og deontological ethics.

Við höfum fengið fréttir af því að fyrirtæki og stjórnvöld hafi ekki stundað rekstur sinn eftir því sem við köllum siðferðilega rétt.  Í síðustu viku var Geir H. Haarde svo dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot.

Að vera í forsæti fyrirtækis eða ríkisstjórnar er ekki auðvelt og það er nauðsynlegt að gera allt sem gera þarf til þess að fyrirtæki eða ríkisstjórn haldi velli.  Oft á tíðum lítum við á viðskipti og siðferði sem sinn hvorn hlutinn sem ekki er hægt að samræma (Winkler 2009).

Þeir aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir brot sjá ekkert athugavert við það sem þeir hafa verið dæmdir fyrir.  Geir H. Haarde talaði um formbrot.  Þegar Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóri Enron, sagði á deginum þegar hann var dæmdur að hann trúði því innilega að hann væri saklaus;  I believe I am innocent (Pasha 2006).

Geir H. Haarde og Jeffrey Skilling er báðir á því máli að vegna hruns og gjaldþrots þurfti að finna einhverja til þess að kenna um hvernig fór.  Þeir forðast að vera brennimerktir sem spilltir með því að líta þannig á hlutina að verk þeirra voru eðlileg á sínum tíma (Anand et al. 2004).

Eftir því hvernig við horfum á siðferði og ákvarðanatöku geta þeir báðir haft rétt fyrir sér.  Þeir þurftu báðir að gera misgóða hluti til þess að fá góða niðurstöðu.  

Það getur verið erfitt að taka ákvörðun.  Áður en við tökum ákvörðun þurfum við að vega og meta hvað er í húfi.  Svo tökum við ákvörðun sem við erum sjálf sátt við.  

Hvort að sú ákvörðun var rétt eða röng, frá siðferðilegu sjónarhorni, er oft annarra að meta. 

 

Heimildir:

Anand, V., Ashforth, B. E. and Joshi, M. 2004. Business as usual: The acceptance and perpetuation of corruption in organizations.  Academy of Management Executive. Vol. 18. no. 2, pp. 39-53.

Pasha, S. 2006. Skilling gets 24 years. Media report. 24. October.  CNN Money.  Accessed: 17. August 2011.  http://money.cnn.com

Winkler, S. 2009. Comparison of  IFRS and US GAAP with special view on business ethics.  Bachelor thesis.  International University of Applied Sciences.  Bad Honnef, Germany.


mbl.is Stefna til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Bara það að menn myndu viðurkenna mistökin sín væri strax skárra. En menn geta ekki skammast sín og eru á flótta undan sannleikanum. Í sambandi við landsdóminn þá finnst mér merkilegt að Geir var dæmdur sekur í einni ákæru. Hann fékk enga refsingu, gott og vel. En að ríkið ( skattgreiðendur) á svo að greiða málskostnaðinn er alveg út í hött. Réttarkerfið okkar er vægast sagt mjög ófullkomið.

Úrsúla Jünemann, 2.5.2012 kl. 18:24

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Úrsúla, þetta fer eftir því hvað þér finnst rétt. Geir heldur því fram að hann hafi gert allt rétt og þurfi því ekki að biðja afsökunnar.

Dómstólar komust að því að hann hafði rangt fyrir sér. Ætli dómsstólar sé ekki besti mælikvarðinn á því hvað er siðlaust og hvað ekki.

Kanski er ekkert til sem heitir siðlaust eða siðlegt, heldur aðeins hvað er löglegt og hvað ekki.

Stefán Júlíusson, 2.5.2012 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband