Hvað er hægt að gera?

Það er ekki gaman að bíða svona lengi í Boston.

Boston er auðvitað frábær borg og gaman að vera þar í nokkra daga þegar það er áætlað.

það er ekki gaman að bíða eftir flugfari til Íslands.

Delta er að fljúga frá New York JFK. 

Af hverju er ekki flogið með farþegana frá Boston til NYC til Keflavíkur?

Flugfélög eru í samkeppni.  Ég hefði samt ætlað að flugfélögin ættu samstarf þegar svona kemur fyrir.  Það er að Delta myndi fljúga með farþega Icelandair til Keflavíkur.

Kannski eru þetta léleg samskipti.  Kannski hafa flugfélögin aldrei talað saman.

En þegar svona gerist, þá á samkeppnin að víkja.

Þegar ég starfaði í Berlín á hóteli, þá létum við oft samkeppnina víkja þegar við áttu í erfiðleikum.

Við í ferðaiðnaðinum verðum að standa saman þegar svona gerist.


mbl.is Nokkrir tímar urðu að tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Lítið hægt að gera Júlíus þegar varahlutir eru ekki til í bandaríkjunum. Sjálfur hélt ég að það væru svo margar flugvélar af þessari tegund þar að leikur einn væri að fá varahluti.

Eyjólfur Jónsson, 13.6.2012 kl. 20:33

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Hver er Júlíus?

Ég veit ekki hversu margir varahlutir eru til í vélarnar.  Það er líklega til nóg af varahlutum í Arizona þar sem flugvélakirkjugarðarnir eru.  Það er jú hætt að framleiða þessar vélar.

Ég vildi aðeins benda á þau flugfélög sem fljúga til Íslands.  Stundum er betra að gera allt til þess að ferðamenn til Íslands komi á "réttum tima".

PS.  Þetta hefur kanski eitthvað með ESB að gera;)

Stefán Júlíusson, 14.6.2012 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband