Eðlileg þróun að innanlandsflug fari til Keflavíkur

Allt of miklu púðri er eytt í umræðuna um Reykjavíkurflugvöll.

Það er nokkuð ljóst að innanlandsflugið fari til Keflavíkur það sem verður sterk miðstöð alls flugs hvort sem það er innanlands- eða utanlandsflug.

Sífellt fleiri ferðamenn koma til landsins og það eru þeir sem munu halda uppi flugsamgöngum innanlands í framtíðinni.

Spurningin er hvernig við aðlögum okkur þeirri staðreynd.

Með þetta í huga á að ákveða staðsetningu á nýju spítala fyrir alla landsmenn.

Sú fullyrðing að allar alvöru höfuðborgir hafi flugvöll innan sinna borgarmarka er röng.  Þegar BER loksins opnar, þá verður enginn starfandi flugvöllur innan borgarmarka borgarinnar.  Hann verður staðsettur í Schönefeld sem er í Brandenburg.

Umræðan um lokun Tempelhof og Schönefeld er jafn tilfinningaþrungin eins og umræðan um lokun Reykjavíkurflugvallar.

Tilfinningar skipta miklu máli, en þær mega ekki verða í vegi fyrir eðlilegri framþróun í skipulags- og samgöngumálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er að vísu rétt að hagkvæmt er að hafa innanlandsflug og utanlandsflug á sama stað en á það skal bent að Keflavík er ekki mjög gáfulegur staður fyrir utanlandsflugið.Staðsetningin stjórnaðist á sínum tíma af hagsmunum Bandaríkjanna varðandi herflugvöllinn.Sennilega hefði bara verið betra að finna flugstöð Leifs Eiríkssonar annan stað í upphafi.Það getur ekki verið hagkvæmt fyrir fólk sem kemur utan af landi að fljúga til Keflavíkur og þurfa svo að taka leigubíl eða rútu til Reykjavíkur að sinna erindum.Það er heldur ekki gott fyrir ferðamenn að koma í auðnina á Reykjanesi og upplifa "fegurð"landsins.Og eftir stendur að sjúkraflugið getur ekki verið til Keflavíkur og síðan til Sjúkrahússins í Reykjavík.Ekki nema þú viljir halda Reykjavíkurflugvelli fyrir sjúkraflugið?En myndi það ekki vera aukakostnaður?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.9.2013 kl. 12:15

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Menn klora sig allavega í kollinum að hafa ekki athugað strax að sameina flugvellina og búið til hraðlest til Keflavíkur í staðinn fyrir að tvöfalda Reykjanesbrautina.

Úrsúla Jünemann, 1.9.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband