Hækkun vsk. á gistingu er það rétta leiðin til aukinna skatttekna?

Það eru ekki fallegar fréttirnar sem berast um svarta starfsemi í hótel- og gistihúsarekstri.

Skatttekjur virðast lækka eftir því sem ferðamenn koma til landsins.

Lengi hefur verið talað um að hækka skatta á gistiþjónustu.   En augnablik, áttu ekki skatttekjur að hækka með auknum fjölda ferðamanna?

Heiðarlegt fólk í gistiþjónustu á í harðri samkeppni við aðila sem eru að selja gistingu í svartri starfsemi.  Ekki aðeins að BnB er að selja gistingu til lengri tíma (lægri kostnaður per nótt) þá er verið að selja hana svarta, af sumum.  Ég vil ekki fullyrða.

Að hækka skatta á gistingu fær fleiri heiðarlega til að leita leiða til að greiða ekki skatta.

Ransóknir hafa sýnt að verð á hótelgistingu muni ekki hækka ef vsk. hækkar.  Þannig er verið að lækka tekjur til fyrirtækja sem hafa svo minna milli handanna að greiða laun o.þ.h.

Við skulum fyrst vinna gegn svartri starfsemi áður en við hækkum skatta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að lítil ástæða sé til þess að líta á þessa ferðamenn sem einhverja varanlega tekjulind þar sem að þessi ferðamannaiðnaður er bara bóla sem að bíður eftir því að springa, hvort sem að skattar verða hækkaðir eða ekki.

Kjaftæði (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 23:14

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Kjaftæði,

Það er engin bóla sem alvarlegt fólk í ferðaþjónustu óskar.  Við erum löngu búin að semja við aðra alvarlega aðila í ferðaþjónustu.

Þegar þessi umræða kemur um hækkun vsk. í ferðaþjónustu þá dettur manni stundum í hug að sumir aðilar eru á bandi erlendra ferðaþjónustuaðila en þangað fer mesti virðisaukaskatturinn.

Vil einnig benda íslenskum aðilum á að bóka ekki í gegnum erlendar bókunarsíðar þar sem hluti bókunarinnar fer til útlanda í formi þóknunar.

Stefán Júlíusson, 22.9.2014 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband