Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Frábært framtak og örlítið um öfgamenn

Þetta er mjög gott framtak hjá Alþingi.  Áhugavert að sjá að bæði stjórn og stjórnarandstaða unnu að þessu máli.

En um hvað snýst þetta allt saman hjá þeim og eykur þetta ekki bara kostnað og útgjöld að óþörfu?

Nei, þetta getur lækkað útgjöld til lengri tíma litið.  Það er gott mál.

Grænt hagkerfi er framtíðin.

Það sem hefur vantað mikið uppá er að þjóðin fái betur að kynnast því hvað grænt hagkerfi er og hvað sjálbærni og sjálfbær þróun er.

Það er ekki langt síðan að Vakinn kynnti umhverfisvottun fyrir ferðaiðnaðinn.  Ég tel rétt að sem flest fyrirtæki taki þátt í því verkefni og ég hvet önnur fyrirtæki að athuga hvaða vottun er í boði fyrir þau.  Hægt er að skoða það á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Síðust daga hafa einstaklingar og hópar verið kallaðir öfgamenn.  Það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í umræðu þar sem menn eru sakaðir um öfgamennsku.

Það er enginn öfgamaður að vilja vernda náttúruna.  Það er enginn öfgamaður að vilja veiða hval.  Það er enginn öfgamaður að vilja virkja.  Þetta eru mismunandi skoðanir og sumir eru með ákveðnari skoðanir en aðrir.

Ef við ræðum saman, þá komumst við að niðurstöðu.  Ég er 2svar sinnum búinn að blogga um ummæli Rannveigar Rist og ætla ekki að gera það aftur.  En fáir hafa áhuga á því sem hún segir því ummælin sameina að einhverju leyti þá sem vilja iðnað og þá sem vilja vernda náttúruna.

Nú verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Alþingi og þjóðinni.


mbl.is Græna hagkerfið verði eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er alltaf gott að kaupa vel rekið fyrirtæki?

Ég er ekki hissa á því að aðilar vilja kaupa vel rekin fyrirtæki.

Það er í eðli okkar að vilja taka við einhverju sem er vel rekið. 

Við teljum meiri líkur en minni á því að við getum haldið áfram góðum rekstri því hann var svo góður.

Í rekstri er alltaf mikilvægt að standa ekki í stað og reka fyrirtæki eins og það var alltaf rekið.

Þess vegna er ég á þeirri skoðun að betra væri að kaupa illa rekið fyrirtæki því það er hægt að kaupa það á betra verði.  Það er einnig áskorun.

Þú getur þá breytt öllu og látið þínar hugmyndir ráða algerlega ferðinni.  Látið ljós þitt skína.

PS.  Hvað eru til margir þættir af Kitchen Nightmares þar sem einstaklingar hafa keypt "vel rekið" fyrirtæki og engu breytt því allt var svo frábært?


mbl.is Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Rannveig Rist?

Ef við skoðum fréttir frá síðustu viku á mbl.is og viðtal við Rannveigu Rist.

Þá kemur eftirfarandi fram;

"Benti hún á að tillaga iðnaðar- og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta fæli í sér verndun á yfir helmingi virkjanakosta."

"Aftur á móti væri þar boðað grænt ljós á undirbúning umtalsverðrar orkuöflunar, eða sem nemur um 13 teravattstundum. Sú orka myndi duga fjórum Straumsvíkurálverum og að auki til 20-földunar ylræktar."

Þarf að fara í fleiri virknaframkvæmdir en þetta? 

Síðasta setning í greininni er eftirfarandi;

"Loks sagðist Rannveig sannfærð um að iðnfyrirtæki landsins yrðu í fararbroddi nýrrar sóknar á Íslandi."


mbl.is Þingmenn forðist gífuryrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvernd og pólitik

Umhverfisvernd virðist vera mjög pólitískt mál á Íslandi.

Vinstrimenn vilja varðveita náttúruna og hægri menn vilja nýta náttúruna.

En stenst þessi fullyrðing?  Vilja ekki allir nýta náttúruna? 

Spurningin er hvort við viljum nýta náttúruna með sem minnstri eyðileggingu og skemmdum.

Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni á Íslandi.

Mér finnst hún vera rúmum 30 árum á eftir mörgum þjóðum í Evrópu eins og t.d. Þýskalandi.

Hægri menn hugsa ekki minna um náttúruna en vinstri menn.

Meirihluti þýsku þjóðarinnar hefur það viðhorf í dag að sjálfbær þróun er mikilvæg.

Í sjálfbærri þróun er hugsað um hagnað, samfélagið og náttúruna.

Hagnaður á að byggja á samfélagslegri ábyrgð og valda sem minnstum spjöllum eða engum á náttúrunni.

Mörg fyrirtæki, smá og stór, erlendis starfa með þetta að leiðarljósi.  Íslensk fyrirtæki geta misst markaðsforskot ef þau fara ekki að átta sig á þessu.

Tökum náttúruvernd út úr pólitík og sameinumst um sjálfbæra þróun.


Áhugaverðar fagbækur

Ég bætti við tengla, lista yfir áhugaverðar bækur.

Þetta eru fagbækur sem ég mæli með að þú lesir.

Competitive Strategy og Competitive Advantage eru komnar nokkuð til ára sinna en þær eru alveg frábærar til þess að skilja samkeppni og hvernig hún virkar.  Hún skýrir fyrir okkur leiðir sem hægt er að fara í samkeppni til þess að öðlast markaðsforskot.  Höfundur bókanna er Michael E. Porter

Managing ef Henry Mintzberg er nýleg, gefin út árið 2009.  Hún fjallar um stjórnun, ákvarðanatöku og hvernig hægt er að nýta hæfileika starfmanna og fleira.  Þetta er mjög áhugaverð bók.

Destination Branding er samansafn greina valinkunna manna um hvernig "samfélög" markaðssetja sig, viljandi og óviljandi. 

How to brand nations, cities and destinations er skrifuð af Finnum. Þess vegna er áhugavert að lesa bókina.  Hún skýrir út mikilvægi þess að samfélög stundi sameiginlega markaðssetningu og samvinnu til þess að öðlast markaðsforskot.

Sustainability in the hospitality industry fjallar um sjálfbæra þróun og hvernig fyrirtæki geta stundað rekstur með sjálfbæra þróun í huga.  Það er mjög auðvelt að lesa bókina og hún er full af einföldum leiðum fyrir fyrirtæki að spara útgjöld og stunda sjálfbæra þróun í leiðinni. 

The Step-by-Step Guide to Sustainability Planning leiðbeinir fyrirtækjum hvernig hægt er að innleiða sjálfbæra þróun í rekstri fyrirtækisins.

Ég mæli sérstaklega með Michael E. Porter fyrir alla Íslendinga.  Hún fjallar mikið um það hvernig hægt er að skapa sér sérstöðu, þ.e. keppa að bjóða sem lægsta verðið eða skapa sér sérstöðu.  Á Ísland að framleiða no-name iðnaðarvörur og brenna innflutt rusl eða skapa sér sérstöðu í ferðamálum og iðnaði sem byggir á sjálfbærri þróun?


Matvælatengd ferðaþjónusta í boði Katla Travel og Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands er að bjóða upp á mjög áhugaverða ferð til Akureyrar á heimasíðu sinni sem hefur heitið "Local Food and Gourmet og stendur yfir í 7 daga.

Ferðin er skipulögð af Katla-Travel og Flugfélagi Íslands.

Í ferðinni eru matvælaframleiðendur, bændur, útvegsmenn og bruggversksmiðjur heimsóttar og er ferðamönnunum boðið að prófa afurðirnar, "sample as you go".

Í ferðinni er ferðamönnum einnig boðið upp á að tína bláskel sem er svo elduð fyrir ferðamennina.

Mér finnst þetta mjög áhugaverð ferð. 

Í dag hafa fyrirtæki meiri skilning en áður á því að ferðamenn vilja ekki aðeins sjá eitthvað heldur vilja þeir einnig fræðast og læra eitthvað.  Það eykur jákvæð viðbrögð og ferðamenn gleyma síður ferðalaginu.

Áfram svona.


Reality check! Jákvæðni er handan við hornið

Hrikalega eru allir jákvæðir.

Ég er mjög bjartsýnn í dag hvað Ísland og framtíð þess varðar.

Ef við hlustuðum oftar á fólk eins og Rannveigu Rist, þá værum við líklega jákvæðari.

Það er margt jákvætt að gerast á Íslandi, það finnst engum fréttnæmt.  Það selur ekki.

Síðustu daga hafa þingmenn verið að rífast á bloggum og á Facebook í staðin fyrir að ræða málin og finna lausnir á vandamálunum.

Það eru alltaf einhverjir fletir sem hægt er að vera sammála um. 

Pólitík snýst því miður allt of oft um að fela þá fleti og rífast um mál sem menn verða aldrei sammála um.

Það eigum við ekki að taka okkur til fyrirmyndar. 

Við eigum að taka Rannveigu til fyrirmyndar.


mbl.is Slæmt siðferði rót vandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni og jákvæðni

Áhugaverð frétt.

Sigfús er mjög jákvæður í þessu viðtali.  Allt gengur vel.

Mér fannst mjög áhugavert hvað hann sagði í sambandi við verðhækkanir á eldsneyti:

"Aðspurður hvort eldsneytishækkanir hefðu áhrif á bílaleigur sagði Sigfús að þeirra svar væri að hafa sem nýjasta bíla vegna þess að þeir eyddu minnstu og auk þess menguðu þeir minna. Þannig hefði tilkostnaður ekki aukist svo mikið milli ára þótt eldsneytisverðshækkanir skiptu alltaf máli"

Svona eiga menn að horfa á hlutina.

Áfram Hertz á Íslandi.


mbl.is Hertz hyggst auka bílakaup sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi gera svakaleg mistök

Ég rakst á þetta myndband sem gert var fyrir SAR á youtube.

Þarna gefa samtökin í skyn að ekkert sé hægt að gera og allt vonlaust vegna þess að ekkert er gert fyrir þá.

Ef ég væri að fara að stofna fyrirtæki þá myndi ég ekki vilja stofna það á Suðurnesjum.

Með þessu myndbandi eru menn að eyðileggja ímynd þeirra sjálfra.

Þeir eru vonlausir og sjá allt svart vegna þess að nokkur fyrirtæki hafa ekki rekstrargrundvöll nema með íhlutun ríkisins.

Þetta eiga engin samtök að gera sama hversu slæmt ástandið er.

Það á alltaf að horfa á það jákvæða sem er að gerast og auglýsa það en ekki fílupúka og fílupúkasamtök sem skæla og sjá ekki tækifærin fyrir því.

Næst verður vonandi gert bjart og skemmtilegt myndband sem höfðar til fjárfesta.

Árni Sigfússon er góður í þessu myndbandi og ætti SAR að taka hann til fyrirmyndar.


Vakinn, nýtt umhverfiskerfi í ferðaiðnaði

Vakinn er nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaiðnaðinn.

Líklega hafa flestir í ferðaiðnaðinum kynnt sér Vakann.

Það getur ekki talist gott fyrir ímynd Íslands að heyra að Ísland er neyslufrekasta þjóð í heimi.  Það passar ekki inn í hugmyndir fólks um hreina náttúru og sjálfbæra þróun.

Það er því mikilvægt fyrir ferðaiðnaðinn að Íslendingar geri eitthvað í sínum málum.

Ég er mjög ánægður með Vakann, það er stórt skref í áttina að því að gera ferðaiðnaðinn að sjálfbærum iðnaði.

Umhverfiskerfi Vakans hefur þrjú viðmið, brons, silfur og gull.  Þannig að fyrirtæki þurfa ekki strax að breyta öllu hjá sér strax til þess að hljóta umhverfisvottun Vakans. 

Ég tel að eftir einhver ár geti það verið orðin lagaleg skylda að uppfylla ákveðin skilyrði í Vakanum.  Þess vegna hvet ég öll fyrirtæki í ferðaiðnaðinum að taka þátt í Vakanum og setja sér stefnu í umhverfismálum.

Það sem mér finnst einnig merkilegt við Vakann, er að hann hefur siðareglur.  Allir þeir sem vilja taka þátt  þurfa að samþykkja siðareglurnar. 

Það getur orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni.

Eftirfarandi myndband getur gefið þér hugmynd um hverju þú getur breytt hjá þér.


mbl.is Íslendingar neyslufrekasta þjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband