Færsluflokkur: Ferðalög

Hótelið selur sig sjálft!

Ég hef mjög mikla trú á því að hótel á þessum stað muni nærri því selja sig sjálft.

Hótel á þessum stað mun einnig styrkja mjög sölu á ráðstefnum í Hörpu.

En auðvitað gengur ekkert án þess að hafa gott og reynslumikið fagfólk sem veit hvað það er að gera og gengur skipulega til verka.

Söludeild hótelsins þyrfti að sjá um sölu á ráðstefnum í Hörpunni. 

Ferðamönnum er að fjölga mikið og hótel á þessum stað mun styrkja Reykjavík og geta skapað sér algera sérstöðu á markaðnum.

Ég bíð spenntur yfir framhaldinu.


mbl.is Líklega rætt við aðra bjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er hægt að gera?

Það er ekki gaman að bíða svona lengi í Boston.

Boston er auðvitað frábær borg og gaman að vera þar í nokkra daga þegar það er áætlað.

það er ekki gaman að bíða eftir flugfari til Íslands.

Delta er að fljúga frá New York JFK. 

Af hverju er ekki flogið með farþegana frá Boston til NYC til Keflavíkur?

Flugfélög eru í samkeppni.  Ég hefði samt ætlað að flugfélögin ættu samstarf þegar svona kemur fyrir.  Það er að Delta myndi fljúga með farþega Icelandair til Keflavíkur.

Kannski eru þetta léleg samskipti.  Kannski hafa flugfélögin aldrei talað saman.

En þegar svona gerist, þá á samkeppnin að víkja.

Þegar ég starfaði í Berlín á hóteli, þá létum við oft samkeppnina víkja þegar við áttu í erfiðleikum.

Við í ferðaiðnaðinum verðum að standa saman þegar svona gerist.


mbl.is Nokkrir tímar urðu að tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavíkurflugvöllur, nafnarugl á Suðurnesjum sem verður að lagfæra

Ég er að skrifa ritgerð um hótel á Suðurnesjum.  Það verður víst að vera ónafngreint eins og er.

Ég var að skrifa um Keflavík og áttaði mig svo á því að Keflavík er í raun og veru ekki til. 

Í dag heitir Keflavík Reykjanesbær.

En af hverju heitir Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá enn Keflavíkurflugvöllur og með póstnúmerið 235 Reykjanesbær?

Eða á ensku, Keflavik International Airport? 

Fékk ekki flugstöðin nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar?

Á spurningarlista sem ferðamenn fengu var spurt hvort þeir hefðu komið til Keflavíkur.  Hvernig geta ferðamenn vitað að þeir voru í Keflavík þegar bærinn heitir Reykjanesbær?

Samt spyrja ríkisstyrkt samtök að þvi hvort þau hafi komið til Keflavíkur.

Það sem Markaðsstofa Suðurnesja verður að gera er að samhæfa nöfnin á Suðurnesjum og fá fyrirtæki á svæðinu að nota eitt nafn á stöðum og svæðum.

Fyrsta skrefið í samhæfingu svæða er að koma sér saman um nöfn.  Þannig geta hin ýmsu fyrirtæki vísað í það nafn.

Er Keflavíurflugvöllur á landi Sandgerðis?  Eru hagsmunir Sandgerðis ekki að það komi fram?


Norska lúðan og ferðamaðurinn

Ég þurfti einu sinni að kalla til lásasmið á aðfangadag í Berlín.

Lásasmiðurinn var hinn hressasti, en hresstist enn meir þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi.

Hann hafði nefnilega farið til Lofoten með vinum sínum í sjóstangveiði.

Hann lýsti stærsta draumi félaga sinna og hans sjálfs.  Þessi draumur var að fá lúðu á stöngina.  Hann sagði að lúða léti hafa fyrir sér og það væri það sem hann og félagar hans voru að leita að.

Nú er lúðuveiði bönnuð á Íslandi og sjóstangveiðimennirnir þurfa að skila lúðunni aftur í sjóinn.

En er það eitthvað nýtt að það þurfi að skila ákveðnum tegundum af fiski aftur í sjóinn? 

Ef sjóstangveiðimennirnir fá að vita það fyrirfram að þeir megi veiða lúðu en að þeir þurfi að skila henni aftur, þá tel ég það ekki vera svo neikvætt.

En ferðamennirnir þurfa að fá að vita þetta helst þegar þeir bóka ferðina en allavega áður en að þeir fara á veiðar.

Það er hægt að taka mynd af ferðamanninum með lúðuna og útbúa viðurkenningu þess efnis að hann hafi tekið þátt í að vernda lúðuna við Ísland. 


mbl.is Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri nýtir sér tækifæri og afnemur sérstöðu Keflavíkurflugvallar

RÚV segir í frétt að Icelandair og Iceland Express ætla að fljúga til Akureyrar frá útlöndum yfir vetrartímann.

Icelandair mun fljúga í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Þetta eru auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Akureyri og nærliggjandi "sveitir".

Einn helsti styrkur og tækifæri ferðaiðnaðar á Norðurlandi er beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann.

Þetta mun fjölga heilsársstörfum og skapa ný störf.

Þetta er einnig grunnur að því að gera svæðið að nýju og sérstöku ferðamannasvæði þar sem ferðamenn þurfa ekki lengur að keyra eða fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.  Þeir komast beint frá útlöndum til Akureyrar.

Þetta þarf að markaðssetja vel og eiga allir sem hagsmuni hafa af þessu að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með Icelandair og Iceland Express.


Nú lenti ég í því. Allt lokað!

Var samviskusamur og var að vinna og læra í allan dag.

Ég var á ferðinni til Chur seinni partinn og ákvað að versla fyrir alla páskahelgina í kvöld, þ.e. fyrir átta.

En svo þegar ég mætti í miðbæinn var allt lokað og var búið að vera lokað frá því klukkan 17 eða 18.

Svona er Sviss.

Sviss hefur mikla sérstöðu hvað ferðaiðnaðinn varðar eða það teljum við að minnsta kosti.

Í dag er svissneski ferðaiðnaðurinn í mikilli vörn.  Það eru miklar deilur um það í hvaða átt á að stefna.  Það hefur að einhverju leiti með það að gera að norðursvæðin græða meira en svæðin sem græða á gestum sem gista til lengri tíma.

Graubünden er í vörn.  Þar er allt saman lokað þessa helgi nema á laugardag og verslanir opna ekki fyrr en á þriðjudag.

Sumir telja sérstöðuna vera íhaldsama Sviss, þ.e. allt lokað eins og hefur alltaf verið.

Sumir vilja breyta sérstöðunni og hafa opið á meðan að ferðamenn eru á svæðinu.

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni og enn áhugaverðara verður þegar, eftir nokkur ár, kemur í ljós hver rétta leiðin var.

Það er þannig með allt að enginn getur séð í dag hvað er best á morgun.

Ég sjálfur tel best að hafa opið,  ferðamenn vilja hafa opið á ferðum sínum í dag.  Þeir eru í fríi og vilja njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Það vil ég að minnsta kosti, en hvað finnst þér?  Opið eða lokað?  Hver á sérstaðan að vera í þessu máli?


Góð hugmynd fer illa af stað.

Mér finnst það mjög góð hugmynd að selja pakkaferðir á Þjóðhátíðina.

Það er samt ekki sérlega sniðugt að auglýsa pakkaferðirnar eins og nú hefur verið gert.

Þjóðhátíðarnefnd átti að semja við Herjólf þannig að fyrirfram væri ákveðið að selja pakkaferðir með Herjólfi.

Það hefur líklega verið gert, en að koma með eftirfarandi athugasemd á Facebook er ekki sérlega gott:

"Uppselt er í flestar ferðir til Eyja föstudag og laugardag fyrir Þjóðhátíð og mánudag og þriðjudag frá Eyjum eftir Þjóðhátíð.
Strax við upphaf sölunar í morgun keypti Þjóðhátíðnend verulegt magn miða í allar ferðir til Eyja fimmtudag og föstudag og frá Eyjum mánudag og þriðjudag. VIð bendum farþegum okkar góðfúslega á vefsíðuna
www.dalurinn.is"

Þetta fær marga til að halda að Þjóðhátíðanefnd ætli sér að selja miðana dýrar en Herjólfur og að það sé engin samvinna milli Herjólfs og Þjóðhátíðarnefnar.

Það er nauðsynlegt að samstarf komi fram hjá fyrirtækjunum.  Það er ekkert að því að Herjólfur þeim sem hafa á huga að mæta á Þjóðhátíð að bóka farið með Herjólfi hjá þeim, en ekki með þeim hætti sem hefur verið gert. 

Ég tel ekkert að því að aðeins verði hægt að bóka pakkaferðir til Eyja á þessum tíma.  Ein bókunarsíða ætti að vera nóg til þess en ekki tvær sem virðast vera í samkeppni.

Þetta verður flott næst.


mbl.is Keypti stóran hluta miða í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænland via Ísland

Í fréttinni um nýju Dash 8-200 kemur fram að áfangastöðum Flugfélags Íslands á Grænlandi hefur fjölgað í fimm og að tíðni flugferða hefur verið aukið töluvert.

Einnig kemur fram að 20% fleiri farþegar hafa bókað flug til Grænlands miðað við sama tíma í fyrra.

Getur verið að best sé að fljúga í gegnum Ísland til áfangastaða á Grænlandi?

Singapore hefur unnið að því, með öðrum þjóðum á svæðinu, að verða að miðpunkti ferðamanna á ferðum sínum um Asíu.

Icelandair flýgur með farþega til Íslands og Flugfélag Íslands með þá áfram til Grænlands.

Gott samstarf við Grænland í markaðssetningu getur falið í sér mörg tækifæri.  Hugsanlega einnig með Færeyjum.

Ég tel að náið samstarf þessara þjóða í markaðssetningu í ferðamálum fela í sér mjög mörg tækifæri í famtíðinni.

Ég er viss um það að starfsmenn Flugfélags Íslands eru að vinna sína heimavinnu mjög vel.


mbl.is Nýju DASH-vélarnar komnar í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælatengd ferðaþjónusta í boði Katla Travel og Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands er að bjóða upp á mjög áhugaverða ferð til Akureyrar á heimasíðu sinni sem hefur heitið "Local Food and Gourmet og stendur yfir í 7 daga.

Ferðin er skipulögð af Katla-Travel og Flugfélagi Íslands.

Í ferðinni eru matvælaframleiðendur, bændur, útvegsmenn og bruggversksmiðjur heimsóttar og er ferðamönnunum boðið að prófa afurðirnar, "sample as you go".

Í ferðinni er ferðamönnum einnig boðið upp á að tína bláskel sem er svo elduð fyrir ferðamennina.

Mér finnst þetta mjög áhugaverð ferð. 

Í dag hafa fyrirtæki meiri skilning en áður á því að ferðamenn vilja ekki aðeins sjá eitthvað heldur vilja þeir einnig fræðast og læra eitthvað.  Það eykur jákvæð viðbrögð og ferðamenn gleyma síður ferðalaginu.

Áfram svona.


Uppreisn hóteleigenda gegn bókunarsíðum

Fjöldi hóteleiganda hafa skráð hótelin sín á bókunarsíðum eins og hrs.com eða booking.com.

Þetta hefur borgað sig fyrir hótelin því ansi margir bóka herbergin sín í gegnum bókunarsíður.  Það er einfalt og fljótlegt.

Eigendur bókunarsíðanna hafa tekið eftir því hversu mikilvægar síðurnar eru fyrir hótelin.  Þess vegna hafa þau, í krafti þessa, hækkað þóknunina fyrir þjónustuna.  Fyrir nokkrum árum þurfti hótel að greiða 10% þóknun en í dag er hún komin í 15% af heildarkostnaði gistingarinnar.

Margir hóteleigendur hafa kvartað og sum hafa kært eigendur bókunarsíðanna.  Það hefur engan árangur borið.

Þeir sem hafa hugsað í lausnum hafa komið með þær.

Í janúar á þessu ári opnuðu nokkrar af stærstu hótelkeðjum Bandaríkjanna eigin bókunarsíðu sem heitir roomkey.com.

Í Þýskalandi stofnaði nýlega hóteleigandinn Günther Uhlmann bókunarsíðuna www.ohne-umweg-buchen.de.

Á báðum þessum vefsíðum er hægt að leita að hóteli og svo er bókað á heimasíðu hótelsins en ekki á vefsíðunni sjálfri.

Það er spurning um að prófa þessar síður næst þegar þú bókar hótelherbergi.  Það er betra að hótelið fái tekjurnar en "óþarfa" milliliðir, eða?

Bókunarsíður mjög góðar, þrátt fyrir að þær taki háa þóknun. Ég mæli með því að hótel skrái sig. 

www.ahgz.de fjallar um þetta í dag.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband