Hótel: Fá gestirnir þínir bollu á bolludeginum?

Ég skrifaði fyrir nokkrum dögum um hvernig veitingastaðir eiga að láta gesti sína vita að þeir eru að borða íslensk matvæli til þess að auka upplifun gesta sinna

Nú er að koma bolludagur. Væri það ekki "sérstök" upplifun fyrir erlenda gesti að fá bollu á bolludeginum?

Þú getur verið viss um það að ef þú upplýsir gestina þína um þennan íslenska sið og gefur honum bollu í leiðinni að þá mun hann ekki gleyma þér svo auðveldlega.

Útfærslan er í þínum höndum.  Það er hægt að kaupa bollur eða baka þær á staðnum.  Hvenær gestirnir fá bolluna, einnig.  Hér er hægt að láta hugmyndarflugið ráða. 

Þetta getur auðveldlega orðið hápunktur dvalarinnar hjá erlendum ferðamönnum.

Það er ekki langur tími til stefnu, þannig að þú skalt gera ráðstafanir strax í dag.

Það er ef þú hefur ekki þegar gert ráðstafanir.

Gerðu þetta að árlegum viðburði hjá þér.  Það á eftir að borga sig.


mbl.is Vatnsdeigið vinsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband