Hefur þú ferðast um Suðurnesin?

Í huga margra eru Suðurnesin aðeins Keflavíkurflugvöllur og ljót sjávarþorp.

Engin ástæða til þess að fara þangað nema til að fara til útlanda.

En Suðurnesin hafa margt upp á að bjóða eins og sést á vefsíðu Markaðsstofu Suðurnesja

Hvernig væri að gera sér dagamun og ferðast um Suðurnesin?

Fá sér ís í Keflavík og kvöldmat í Vitanum í Sandgerði?

Fara á söfn eða keyra um og skoða Gunnuhver, brúna milli heimsálfa og fara í Bláa lónið?

Svo eru einnig margar gönguleiðir skráðar á heimasíðu Víkurfrétta.

Suðurnesjasvæðið hefur margt upp á að bjóða.  

Það er kominn tími til að við uppgötvum eitt fallegasta svæði landsins sem er rétt við höfuðborgina. 

Ég mæli með því að þú skoðir heimasíðu Markaðsstofu Suðurnesja og takir fjölskylduna svo í flott ferðalag um Suðurnesin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú hann Númi vinur þinn hefur farið stundum á flakk um suðurnesin.

Suðurstrandarvegurinn hin nýi hefur breytt heldur betur samgöngum þarna.

Svo má ekki gleymast að minnast á Stefán alla þá Hella sem víða eru á Suðurnesjunum.

Nú nýlega gaf Jónas Kristjánsson út bókina Þjóðleið en þar er á ferðinni all ýtarlegar upplýsingar um göngu og reiðleiðir víða um land, en verst er hvað bókin er stór og þung.

Það var komin tími til Stefán að einhver minnist á Suðurnesin,og ættir þú endilega að koma þessari grein þinni í Ferðablöð og önnur blöð þessháttar.Þessi grein þín mætti byrtast semsagt víðar.

En vonandi kemur engin   NUBO  og  tekur  yfir ´´Suðurnesin,,...............

Suðurnesin er landshluti sem er frekar ókannaður af Túristum jafnt innlendum sem erlendum,en þó sérstaklega innlendum.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 12:37

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Númi, frábær athugasemd. Þakka þér fyrir hana.

Núbó verður bara fyrir norðan:)

Stefán Júlíusson, 27.2.2012 kl. 15:05

3 identicon

Númi og Núbo eru ekki vinir,ónei.

Við þurfum engan NÚBO, við eigum að gera hlutina sjálf. 

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 18:15

4 identicon

Hér er vefur með margskonar fróðleik um Suðurnesin o.fl. www.ferlir.is

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 14:54

5 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, Guðmundur, ferlir.is er mjög góð síða.  Þakka þér fyrir.

Stefán Júlíusson, 29.2.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband