Drama á Kaffi París. Hvað á að gera?

Það er aldrei gott fyrir fyrirtæki að lenda í svona aðstæðum.

En hvað er hægt að gera í svona stöðu?

Líklega myndi ég ekki gera svona mikið drama úr þessu sem framkvæmdastjóri og tala um málið eins og að starfsfólkið þurfi áfallahjálp.

Tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur með því að hafa þetta skrifað einhvers staðar.  Annað hvort í starfsreglum eða á stórum stöfum þar sem starfsmenn geta lesið skilaboðin.

Ég myndi bjóða mótmælendur velkomna.  Segja þeim að þetta hafi verið misskilningur eða mistök hjá starfsmanni ef þetta átti sér í raun stað.

Þær konur sem koma í dag og gefa barninu sínu smá mjólk eiga að fá ókeypis kaffi (eða eitthvað annað því koffín er líklega ekki gott) og köku og afsökunarbeiðni.  Ekki væri vitlaust að gefa börnunum eitthvað líka.

Það þarf að vinna sig út úr þessu en ekki reyna að gera sig að fórnarlambi rangs fréttaflutnings. 

Þeir sem kvarta eru oft sáttari ef lausn er fundin og sérstaklega ef hlustað er á þá.  Það finnst engum sem kvartar það eitthvað áhugavert ef þú kvartar á móti. 

16:46, Viðbót:

Jæja, nú hefur komið í ljós að atvikið átti sér ekki stað.  Þá kemur í hugann samskipti framkvæmdastjóra og starfsmanna.  Eru samskiptin það góð að framkvæmdastjóri geti fullyrt að atvik eins og þetta hafi ekki átt sér stað?  Þau ættu að vera það.

Þannig getur hann tekið betur á málinu út á við og leiðrétt "mistökin".

 


mbl.is „Starfsfólkið er alveg miður sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Starfsfólki veitingahúsa eða annarra opinberra staða kemur ekkert við hvar kona gefur barni brjóst. Starfsfólk eða eigendur ráða engu um þetta. Ef kona vill gefa barni sínu brjóst þar sem hún situr á veitingahúsi ræður hún því algjörlega sjálf, ekki starfsfólkið.

corvus corax, 27.2.2012 kl. 15:29

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Corvus corax, getur þú rökstutt þetta með einhverjum reglugerðum eða lögum?

Stefán Júlíusson, 27.2.2012 kl. 15:44

3 Smámynd: corvus corax

Það er auðvelt að rökstyðja þetta. Eftir nokkra leit í laga- og reglugerðarsöfnum finn ég hvergi neina slíka um brjóstagjöf. Hvergi finnst bann eða takmörkun á stöðum eða aðstæðum sem bannar brjóstagjöf. Að sama skapi finnast engin sérákvæði um það hvar heimilt er að gefa barni brjóst. Þetta þýðir að svo virðist sem engar reglur séu til um brjóstagjöf í íslensku lagaverki. Ekki finn ég heldur reglur sem banna konum að bera mjólk í brjóstum sér inn á veitingastaði. Eina greinin í þá veru virðist vera 19. gr. áfengislaganna sem segir: "Bannað er að bera með sér áfengi inn á veitingastaði, annað en það sem þangað er flutt til heimilla veitinga. Á sama hátt er bannað að bera með sér áfengi út af veitingastað." Er ekki brjóstamjólk annars óáfeng?

corvus corax, 27.2.2012 kl. 16:13

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Corvus corax, þakka þér fyrir. Þetta er það sama og ég fann, þess vegna hélt ég að þú værir að vitna í einhverjar reglugerðir eða lög.

Ég verð að viðurkenna það að ég þekki ekki lagaumhverfið á Íslandi hvað varðar opinbera staði. Ég get ekki séð í lögum um veitingastaði að þeir séu taldir opinberir staðir.

Þar með ræður eigandi staðarins hvað hann leyfir og hvað ekki svo framalega sem það er ekki bannað með lögum.

Á mörgum stöðum er aldurstakmark á skemmtistaði hærri en samkvæmt lögum. Er það þá ekki ólöglegt eða ræður eigandinn?

Stefán Júlíusson, 27.2.2012 kl. 16:25

5 Smámynd: corvus corax

Staðir sem opnir eru fyrir aðgengi almennings hljóta að teljast opinberir staðir. Þegar um einkasamkvæmi er að ræða á veitingastað er hann ekki opinn almenningi heldur takmarkast aðgangur við ákveðinn hóp vegna einkasamkvæmisins. Ungmennum yngri en 18 ára er óheimil dvöl á vínveitingastað eftir kl. 22 á kvöldin nema í fylgd með foreldrum sínum, öðrum forráðamönnum, ættingjum eða maka, 18 ára eða eldri. Það er athyglisvert að engin ákvæði eru í lögum um aldurstakmark fyrr en eftir kl. 22 á kvöldin. Það hlýtur því að gefa ungmennum yngri en 18 ára heimild til að dvelja á vínveitingastað svo lengi sem reglur um útivist barna leyfa að því gefnu að það sé ekki lengur en til kl. 22 að kvöldi. Varðandi ungmenni undir 18 ára aldri í fylgd áðurnefndra aðila á vínveitingastað, hefur veitingamaður ekkert með það að gera að banna slíka fylgd og/eða dvöl.
Mitt mat er að veitingamenn séu í raun að brjóta lög og rétt á fólki, 18 ára og eldra, með því að færa aldurstakmark upp fyrir 18 ár. Ef veitingamenn hafa heimild til að takmarka aðgengi að veitingastöðum sínum eftir eigin geðþótta, hljóta þeir að mega beita öðrum viðmiðum en aldri, eins og t.d. að ljóshærðir vörubílstjórar fái ekki aðgang, ekki rauðhærðir, ekki fatlaðir, ekki fólk í appelsínugulum strigaskóm, o.s.frv. Hækkað aldurstakmark hlýtur að vera ólöglegt þar sem allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum og lögin eiga að gilda jafnt fyrir alla. Þess vegna er varhugavert ef menn komast upp með að setja sérlög, t.d. um aðgengi að opinberum stöðum sem lög gilda þegar um.

corvus corax, 27.2.2012 kl. 18:06

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

Corvus corax, þakka þér fyrir. Það hefði nú verið fljótlegra fyrir okkur að spjalla um þetta í staðin fyrir að skrifa því ég kemst að sömu niðurstöðu og þú.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki þetta allt saman ekki nógu vel á Íslandi því ég hef ekki þurft að kynna mér þetta. Líklega mjög einfalt fyrir mig ef ég væri á landinu.

Það hefði verið frábært ef einhver hefði sagt okkur frá þessu hvernig þetta er í raun.

Þakka þér innilega fyrir athugasemdirnar og "netspjallið" :)

Stefán Júlíusson, 27.2.2012 kl. 21:30

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má vel vera að gestgjafa á veitingastað sé í sjálfsvald sett hvort hann geri athugasemdir við brjóstagjöf. Geri hann það  mun ég ekki versla þar.

Ef það væri nú bannað á fara á klósettið myndi ég ekki versla þar heldur.

Gestgjafar sem aðhyllast boð og bönn minnka þannig samkeppnishæfni sína.

Sko. Frjálshyggja getur vel verið lausn á félagslegum vandamálum!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.2.2012 kl. 09:45

8 identicon

Stefán stórvinur minn,þér er margt til lista lagt á ritvellinum.

Brjóstagjöf á veitingahúsum núna, og áður um nátturuundrin, á Suðurnesjum.

Stebbi þú ert snilldarpenni.

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 10:10

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef brjóstagjöf er orðið að vandamáli á þessu skeri, þá er nú fokið í flest skjól. Er Ísland ekki fyrir börn á neinum aldursstigum?

Hverskonar fangabúðir er verið að byggja upp á Íslandi?

Er undarlegt að maður spyrji, miðað við hvernig Drómi hf "eitthvað", og önnur fjárglæfrafyrirtæki láta bera börn út af heimilum foreldranna, af stórhættulegum fjárglæframönnum?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.2.2012 kl. 11:18

10 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Ég hef nú þá skoðun að það ætti að vera mögulegt að gefa barni brjóst alls staðar.

En ég er einnig á því að eigandi veitingastaða ætti einnig að fá að ráða hvort hann vilji það á sínum veitingastað. Ég myndi ekki ráðleggja eigandanum það samt sem áður.

Númi, þakka þér fyrir þetta frábæra hrós. Það getur orðið erfitt fyrir mig að standa undir væntingum. En ég veit hvað ég má ekki skrifa um og ætla því ekki að gera það:))

Stefán Júlíusson, 28.2.2012 kl. 12:09

11 identicon

                 S K Á K  og  M Á T.   (góður.)!!!!!

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband