Umhverfisvænt bæjarfélag með forystuhlutverk í ferðaiðnaði

Ég hef þegar skrifað um innflutning á sorpi á álit mitt á því.  Ég vil ekki að Reykjanesbær flytji inn sorp.

En nú skulum við skoða Framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem hefur verið gefið út og skýrir stefnu bæjarfélagsins til 2015.

Í því stendur að bæjarfélagið vill vera aðlaðandi og umhverfisvænt.

"Ekki síst viljum við skapa börnum okkar bestu tækifæri í öruggu, aðlaðandi og umhverfisvænu samfélagi til að rækta hamingju og heilbrigði, afla sér góðrar menntunar og áhugaverðra framtíðarstarfa."

Þar stendur einnig að það hafi forystu í ferðaiðnaði.

Reykjanesbær hefur forystu um að kynna ýmsa viðburði og staði sem spennandi er fyrir innlenda og erlenda gesti að heimsækja hér í bæjarfélaginu. Stapinn, Víkingaheimar, Duushús, Stekkjarkot o.fl. staðir fái nægt fjármagn til kynningar á sínum verkefnum.

Þannig að stefna Reykjanesbæjar er að vera umhverfisvænt bæjarfélag sem hefur forystu í kynningu á viðburðum og stöðum fyrir innlenda og erlenda gesti.

Ég hef ekki trú á því að bæjarfélagið ákveði að fórna þessari forystu fyrir sorpbrennslu.


mbl.is Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband