Grænland via Ísland

Í fréttinni um nýju Dash 8-200 kemur fram að áfangastöðum Flugfélags Íslands á Grænlandi hefur fjölgað í fimm og að tíðni flugferða hefur verið aukið töluvert.

Einnig kemur fram að 20% fleiri farþegar hafa bókað flug til Grænlands miðað við sama tíma í fyrra.

Getur verið að best sé að fljúga í gegnum Ísland til áfangastaða á Grænlandi?

Singapore hefur unnið að því, með öðrum þjóðum á svæðinu, að verða að miðpunkti ferðamanna á ferðum sínum um Asíu.

Icelandair flýgur með farþega til Íslands og Flugfélag Íslands með þá áfram til Grænlands.

Gott samstarf við Grænland í markaðssetningu getur falið í sér mörg tækifæri.  Hugsanlega einnig með Færeyjum.

Ég tel að náið samstarf þessara þjóða í markaðssetningu í ferðamálum fela í sér mjög mörg tækifæri í famtíðinni.

Ég er viss um það að starfsmenn Flugfélags Íslands eru að vinna sína heimavinnu mjög vel.


mbl.is Nýju DASH-vélarnar komnar í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þyrfti þá Grænlandsflug Flugfélags Íslands að vera í gegnum Leifsstöð ? Eftir því sem ég best veit er það á Reykjavíkurflugvelli.

Og er stór alþjóðaflugvöllur á Grænlandi, veistu það ? En í Færeyjum ?

Auðvitað held ég að báðar þjóðir hagnist á góðu samstarfi og vonandi að báðir sjái hag í því og það verði þá til þjónustuauka fyrir farþega og án okurs, sem hættir til ef fákeppni ríkir því miður. Færeyjar gætu alveg flotið með, vilji þeir það og ég held það sé sama þar, gott fyrir báða aðila.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 17:33

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, góðar spurningar.

Þess vegna er gott að hafa góðan alþjóðaflugvöll í Keflavik.

Svo er flogið með smærri vélum á flugvelli á Grænlandi og í Færeyjum.

Ég get ekki séð á heimasíðu Flugfélags Íslands að þeir fljúgi frá Keflavík. 

Á heimasíðu Icelandair get ég ekki bókað alla leið til Grænlands en ég get bókað flug til Akureyrar. 

Það er synd að mínu mati að ekki er hægt að bóka flug til Grænlands á heimasíðu Icelandair og þyrfti að bæta.

Stefán Júlíusson, 23.3.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband