Er Seðlabankinn að missa tökin eða endalaus tækifæri

Það hafa ekki verið góðar fréttir undanfarið hvað gjaldeyrismál varðar.

Gengisvísitalann hefur ekki verið hærri í langan tíma.

Gjaldeyrir virðist ekki vera að skila sér til landsins.

Seðlabankinn seldi evrur fyrir 12 milljónir til þess að reyna að styrkja krónuna en ekkert varð úr þeirri styrkingu.

Svo herti Alþingi lög um gjaldeyrishöft í von um að gjaldeyrir muni skila sér í útboði Seðlabankans.

Nú gefur hann til kynna að hann muni selja evrur í útboði í dag og hugsanlega setja lágmarksverð á gjaldeyrinn, þ.e. 1 evra á 255 krónur.

Það merkir að erlendir aðilar sem eiga krónur þurfa helst að bjóða 255 krónur fyrir evruna svo að Seðlabankinn taki tilboðinu.

Það er ansi hátt því gengi Seðlabankans í dag er 169,07 krónur fyrir evru. Lágmarksverðið er því u.þ.b. 50% hærra en skráð gengi bankans.

Það þurfa því að vera ansi órólegar krónur sem vilja taka þátt í uppboðinu, skildi maður telja.

Nema þá að hertu gjaldeyrishöftin gera það að verkum að erlendir aðilar sjá ekki annan kost á borði en að taka þessu tilboði.

Við getum einnig spurt okkur hvort að krónuútboð Seðlabankans verði þannig að þeir sem taka þátt í krónuuppboði bankans fái fleiri krónur fyrir evruna, þ.e. allt sem er undir 255 krónum.

Það getur sett enn meiri þrýsting á krónuna, þ.e. að enginn vill koma með krónur í landið nema í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans.

Það getur því verið tækifæri í dag til þess að fjárfesta langt undir fjárfestingarkostnaði innlendra aðila sem eiga aðeins viðskipti á Íslandi við íslenska banka.

Við skulum vona það besta og sjá hvað kemur út úr útboðinu í dag og svo hvað kemur út úr krónuuppboðinu.

Það er alltaf tækifæri fyrir einhverja að þéna á þessu.

Kaldbakur er dæmi um það eins og kom fram í fréttum í síðustu viku svo og erlendu aðilarnir sem eru að kaupa Vörð.

Nú gæti verið tækifæri fyrir þig að finna fjárfesta, fyrirtæki eða einstaklinga til að lána þér til stórframkvæmda á Íslandi eða í samstarfi með þér.

Ég reikna ekki með því að menn vinni svona: Grin


mbl.is Setur hugsanlega lágmarksverð í útboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Órólegar krónur, góð lýsing. Ég hef kallað þær Tortula Dollara með heimþrá í ..,,eigu" ýmissa sem ekki eru alltof vinsælir meðal þjóðarinnar þessi misserin.

Þar fyrir utan, þá skil ég ekki þetta verð á Evrunni, 239 minnir mig. Búin að reyna að skilja í fjölmiðlum og þú útskýrir þetta vel, en ég er eitthvað treg með þetta, don´t know why.. ? Langar að skilja þetta, svo ef þú nennir að hafa þetta súper ljósku skothelt, þá vonandi næ ég þessu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 19:44

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Í stuttu máli. Ég veit ekki hvort það er hægt.  Ég skal reyna það.

Þú, innlendur aðili, mátt aðeins versla evrur, með miklum hömlum, á genginu 169.  Þú þarft að selja allar evrur á 169.

Ég, erlendur aðili, má ekki kaupa evrur.  Ég þarf að taka þátt í uppboði á evrum í gegnum Seðlabankan.  Þá má ég bjóða í evrur á u.þ.b. 240 krónur fyrir eina evru.

Ferlegt, eða?

Ég, erlendur aðili, má einnig taka þátt í uppboði á krónum í gegnum Seðlabankann.  Þá get ég boðið til þess að kaupa krónur á u,þ.b. 219 krónur.

Þá get ég keypt ríkisskuldabréf eða tekið þátt í svokallaðri 50/50 leið Seðlabankans en síðari leiðin(50/50) leyfir mér að kaupa skuldabréf eða fjárfesta í fyrirtæki. 

Þannig að ég, útlendingurinn, fær 219 krónur fyrir hverja evru á meðan að þú færð aðeins 169 krónur;)

Með 50/50 leiðinni get ég keypt skuldabréf og fyrirtæki með u.þ.b. 25% afslætti í dag.

Þannig að erlendur aðili sem kaupir krónur græðir.

Erlendur aðili sem fer út landi tapar.

Þannig græði ég í dag á því að kaupa fyrirtæki á Íslandi.  ´

Ef við viljum kaupa sama fyrirtækið, þá get ég yfirboðið þig og samt sem áður boðið jafn mikið í evrum talið.

Það er þannig að innlendir og erlendir aðilar mega taka þátt í krónukaupunum ef þú átt nógan pening. 

Þannig að ef þú átt peninga, þá færðu afslátt. Ef þú átt engan, tough luck.

Ég held að þetta sé of flókið hjá mér, en vona að þetta hafi eitthvað hjálpað.

Stefán Júlíusson, 30.3.2012 kl. 20:17

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk Stefán, þarf að melta þetta, skil betur og afsaka hvað ég svara seint.

Ætli þetta séu alvöru útlendingar eða plat í gegnum útlensk nöfn fyrirtækja ? Og ætli Seðlabankinn fari fram á að þeir sem eiga viðskipti sýni að það sé vel fengið ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 31.3.2012 kl. 20:46

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Hjördís, það er ekkert sem heitir útlendingur.

Íslendingar skráðir með lögheimili erlendis eru erlendir aðilar.

Útlendingar skráðir á Íslandi eru innlendir aðilar.

Kaldbakur kaupir skuldabréf af dótturfyrirtæki Samherja.  Eigandinn er innlendur en fyrirtækið sem kaupir skuldabréf með 25% afslætti er erlent.

Það gerir þetta allt saman ansi flókið.

Innlendur aðili, útlendingur, má ekki millifæra kaupið sitt til þess að styðja við fjölskyldu sína erlendis.  Það er glæpur samkvæmt íslenskum lögum.

En í þessu felast mörg tækifæri fyrir þá sem eiga peninga og því ber að fagna.

Enda halda fyrirtæki uppi fjölskyldum á Íslandi sem eiga svo erfitt í dag.

Þannig er allavega hugarfar flestra og meirihlutinn hefur alltaf rétt fyrir sér.

Stefán Júlíusson, 31.3.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband