Samkeppnisforskot Íslands er ekki að selja forskotið úr landi

Annaðs lagið kemur í fréttum að áhugi sé fyrir því að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn.

Mér finnst það ekki góð hugmynd.

Ég tel nefnilega hvernig orkan er framleidd á Íslandi vera forskot fyrir íslenska framleiðslu.

Þetta forskot á ekki að vera selt úr landi.

Þau fyrirtæki sem vilja íslenska orku eiga að koma til Íslands og nýta orkuna á Íslandi.

Svo á auðvitað yfir höfuð ekki að nýta í dag alla virkjunarmöguleika.  Við verðum einnig að hugsa aðeins fram í tímann og hugsa hvernig næstu kynslóðir ætla að framleiða orku.  Íslendingum er að fjölga og það verðum við að hafa í huga og við megum ekki grafa undan þeirra tækifærum á eðlilegum hagvexti.

Annað forskot sem við höfum er að raforka á Íslandi er ódýr.  Ef sæstrengur verður lagður, þá hækkar að öllum líkindum raforkuverð á Íslandi, eða á að "gefa" Íslendingum rafmagnið sem annars er hægt að selja á miklu hærra verði erlendis?

Við eigum að hugsa um náttúruna og samfélagið á Íslandi sem gefur okkur meiri hagnað og hagvöxt en að flytja eitt af forskotum landsins til útlanda.


mbl.is Gæti kallað á fleiri virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta sinn sem ég er hundraðprósent sammála þér Stefán.100%,takk.

Það koma nefnilega fleiri kynslóðir,og við höfum ekkert leyfi að handselja orkuna okkar og jafnt sem og (fullveldi) okkar, til útlendra afla.

Við eigum að bera virðingu fyrir afkomendum okkar,og hana nú.

Númi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:04

2 identicon

Sammála þessu Stefán! Það á að nýta orkuna hér innanlands og við þurfum ekki að klára að virkja allt strax. Við erum vonandi ekki síðasta kynslóðin sem byggir Ísland.

Dagný (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:17

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Það er ekkertrt gagn í einhverju sem kalla má "forskot" eða "ódýra orku" ef ekkert má gera til að ná í þessa orku. Er hún ekki umhverfisvænni en svo að hún má renna út í sjó eða hita upp andrúmsloftið engum til gagns og engum til gleði. Já, síðasta kynslóðin sem byggir Ísland, það er áhugavert viðfangsefni þegar ungt menntað fólk streymir úr landi. Einu sinni hélt mannfólkið að gufuvélar og gasljós væru endapunktur tækniþróunarinnar. Hvorki rafmagn né olía eru endimörk þróunar í aðlögun mannskepnunnar. Orkunýtingu já takk.

Sigurjón Benediktsson, 14.4.2012 kl. 10:34

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. 

Númi, ég held að við séum nú oftast ansi sammála nema þegar kemur að stóra málinu sem ég ætla ekki að nefna á nafn.

Sigurjón, ég er ekki að tala um að banna það að virkja og friða alla náttúru.  Ég er að tala um orkusölu til útlanda.  Svo vil ég benda þér á þessa frétt og taktu eftir hvað Rannveig segir í lok greinarinnar.

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 10:45

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Raforkusala úr landi þýðir margt neikvætt: a) Verið er að senda okkur samkeppnisforskot úr landi, b) Engin atvinnuuppbygging á sér stað í landinu, c) Þetta skapar í besta falli 3-4 störf til framtíðar, d) raforkuverð hækkar innanlands, en lækkar í Evrópu, e) Svigrúm til orkuöflunar innanlands fyrir bæði ný fyrirtæki og fyrir eðlilega aukningu raforkunotkunar minnkar, f) Vægi þess og hvati til að skipta úr innfluttum orkugjöfum í innlenda minnkar, g) framkvæmdin kallar á gríðarlega stóra virkjunarkosti með tilheyrandi náttúruspjöllum.

Svona má lengi telja. Nógu erfitt er í dag að ná sáttum um smærri virkjunarkosti sem nauðsynlegir eru til að skaffa núverandi starfsemi í landinu nægjanlega orku, tryggja öruggari afhendingu orku og til að skaffa orku til viðbótar atvinnuuppbyggingar.

Ég efast ekki um að frá sjónarhóli Landsvirkjunar þá er sala á rafmagni um sæstreng áhugaverð og arðbær, en henni fylgja margar neikvæðar hliðar og ófyrirséð vandamál til lengri tíma litið.

Ég vil að menn einbeiti sér að því að snúa af þeirri villu vegar sem er í hugmyndum núverandi stjórnarflokkar um rammaáætlun í virkjunum, sem að mínu mati er hugsuð alltof þröngt og nánast búið að útrýma vatnsaflsvirkjunum þar á kostnað gufuaflsvirkjana sem er ekki eins varanlegur orkugjafi og vatnsaflið. Ég fagna jafnframt væntanlegum tilraunum Landsvirkjunar með vindorku. Huga þarf einnig að virkjun sjávarfalla á nokkrum stöðum á landinu. Ég er því síður en svo á móti virkjunum og aukinni raforkuframleiðslu en sæstrengshugmyndin er hættuleg.

Jón Óskarsson, 14.4.2012 kl. 12:55

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er alveg ótrúlegt hvað ráðamenn þjóðarinnar eru þraungsýnir og um leið eigingjarnir við getum ekki treyst þeim eins og flokksræðið er upp byggt!

Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 23:00

7 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sigurður, getur þú skýrt betur hvað þú ert að reyna að segja

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband