Norska lúðan og ferðamaðurinn

Ég þurfti einu sinni að kalla til lásasmið á aðfangadag í Berlín.

Lásasmiðurinn var hinn hressasti, en hresstist enn meir þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi.

Hann hafði nefnilega farið til Lofoten með vinum sínum í sjóstangveiði.

Hann lýsti stærsta draumi félaga sinna og hans sjálfs.  Þessi draumur var að fá lúðu á stöngina.  Hann sagði að lúða léti hafa fyrir sér og það væri það sem hann og félagar hans voru að leita að.

Nú er lúðuveiði bönnuð á Íslandi og sjóstangveiðimennirnir þurfa að skila lúðunni aftur í sjóinn.

En er það eitthvað nýtt að það þurfi að skila ákveðnum tegundum af fiski aftur í sjóinn? 

Ef sjóstangveiðimennirnir fá að vita það fyrirfram að þeir megi veiða lúðu en að þeir þurfi að skila henni aftur, þá tel ég það ekki vera svo neikvætt.

En ferðamennirnir þurfa að fá að vita þetta helst þegar þeir bóka ferðina en allavega áður en að þeir fara á veiðar.

Það er hægt að taka mynd af ferðamanninum með lúðuna og útbúa viðurkenningu þess efnis að hann hafi tekið þátt í að vernda lúðuna við Ísland. 


mbl.is Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lúðan er góð,,,,,en Stefán hvar er pistilinn sem þú ritaðir í gær um Sviss og ESB---afhverju er hann horfinn af  blogginu þínu.  Já mér þykir lúðan góð.

Númi (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 22:37

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Númi,  já lúðan er góð.  Allt of góð til að segja nei....

Já, ég sá að hún passaði ekki við það sem ég ætla að blogga um hérna.

Þó svo að við ættum stundum að horfa til annara þjóða sem deila við ESB og halda kúlinu og ná ágætis samningum. 

Stefán Júlíusson, 22.4.2012 kl. 07:08

3 identicon

Virði það,með pistilinn hjá þér.  En Stefán ef þú hefir tækifæri til að þá skora ég þig á að fara að skoða nýja Icelanair hotelið við slippinn. Þetta er glæsilega gert,og útlendingar er ég ræddi við sem þarna gista eru himinlifandi,og þá sérstaklega með slippinn sjálfan svona sést hvergi í heiminum segja þaug.

Þær upplýsingar sem ég hef fengið um slippinn er að hann fær að vera þarna í um það bil 2-3,ár í viðbót.

Í slippnum hafa mörg   lúðuskipin   fengið viðgerð,eflaust.

Númi (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 09:07

4 identicon

Stefán sjá færslu mína á blogg þitt er þú skrifaðir þann 13,síðastliðinn,,,um höfnina og ferðamenn,,.ps:varstu kannski búinn að skoða þetta hótel,við slippinn.?

Númi (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 09:15

5 Smámynd: Stefán Júlíusson

Ég er ekki búinn að vera á Íslandi síðan um miðjan janúar.

Eitt af mínum fyrstu verkum verður að skoða hótelið og slippinn.

Ég var mikið við slippinn þegar Helga María AK-16 var þar og sá hvað það er frábært að komast svona nálægt og skoða skipin og taka myndir.

Það eru svo mörg tækifæri þarna niður frá að sameina "raunveruleikann" og ferðamenn. 

Það er styrkur að sameina þetta og ég er hræddur um að Ísland missi til lengri tíma "sjarmann" ef landið verður "gelt" af því sem ferðamenn vilja sjá, þ.e. lífið á Íslandi.  Þetta hefur komið fram í könnunum.

Ég hef fylgt ferðamönnum um landið og þeim finnst það alger toppur að komast í návígi við þetta allt saman.

Ég er ansi upptekinn og blogga því ekki neitt.  En byrja aftur um leið og ég get.

Stefán Júlíusson, 22.4.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband