Starfsmenn Hörpunnar þurfa að taka sig á

Ráðstefnu- og tónlistahúsið Harpa er ansi fín bygging.

Ég er samt sem áður ekki eins ánægður með starfsfólk Hörpu og hvernig það kemur fram.

Það virðist mikið vanta upp á þekkingu þeirra og reynslu.

Vísir birti frétt og vísaði í starfsmenn Hörpunnar um að hætt hefði verið að taka við bókunum vegna árshátíða fyrirtækja.  Var það vegna kvartanna gesta sem voru á sama tíma á tónleikum með Björk og heyrðu háværa tónlist frá árshátíðinni.

Ég spyr mig, hvaða starfsmaður Hörpunnar ákveður að taka við bókun árshátíðar með tónlist um leið og Björk er með tónleika?  Það getur því miður ekki verið mjög reyndur starfsmaður, því hann tekur ekki við 2 viðburðum í einu þar sem hávær tónlist er spiluð.

Ég sendi tölvupóst á netfang Hörpunnar og bað um bæklinga þar sem kennari minn, í hótelskóla erlendis, hefði áhuga á því að koma til Íslands með bekkinn sinn og skoða Hörpuna.

Ég fékk sent umslag með 3 bæklingum á ensku um Hörpuna.  Ég get verið ánægður með það, en það sem vantaði var bréf með bæklingunum og nafn á starfsmanni Hörpunnar sem gæti sinnt okkur frekar. 

Þar sem ég hef starfað hefur þetta alltaf verið þannig.  Það er til þess að sá sem fær upplýsingar í hendurnar getur strax haft samband við einhvern sem er ábyrgur fyrir framhaldi á viðskiptunum.  Þá eru viðskiptin einnig strax orðin persónulegri, en það er mikilvægt í viðskiptum.

Ég sendi því tölvupóst og spurði við hvern ég ætti að tala við.  Ég fékk svar um hæl, sem var ekki staðlað, þar sem ég var kallaður Júlíus.  Hvað sgir það okkur um fagmennsku? 

Nú síðast var í fréttum að konur væru með bílastæði merktar sér í bílastæðahúsi Hörpunnar.  Umræðan varð til þess að Harpan gaf út tilkynningu um það að breyta ætti bílastæðunum í "fjölskyldustæði". 

Starfsmenn höfðu ekki hugmynd um það af hverju stæðin voru merkt konum til að byrja með.  Það virðist sem þeir hafi ekki haft hugmynd um af hverju stæðin voru merkt konum.  Þeir fara í vörn og breyta stæðunum.

Starfsmenn þurfa að vita af hverju boðið er upp á þessi stæði.  Fyrir mig, sem hefur búið og starfað erlendis vissi strax af hverju stæðin voru merkt konum og blaðamenn og aðrir hefðu strax fengið traustvekjandi svar og strax gefið í skyn að ekki stæði til að breyta þeim í "fjölskyldustæði".

Það er mikilvægt að svona stórt og dýrt hús hafi reynda starfsmenn sem vita hvað þeir eru að gera.  Það verður að vera krafa eigenda hússins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán fer þú ekki brátt að útskrifast! Þú ert kjörin í þetta starf í Hörpu.

Gangi þér sem best í náminu.

Númi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 13:43

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Númi, ég skilaði öllu af mér á föstudaginn og útskrifast í lok maí.

Ég er að bíða eftir að þeir í Hörpu hringi í mig. ;)

Stefán Júlíusson, 29.4.2012 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband