Neikvæðni í hagvexti

Mér finnst það ansi áhugavert að menn eru svartsýnir.

Það er mikill hagvöxtur á Íslandi í dag og virðist Ísland vera komið upp úr kreppunni.

Auðvitað eru enn gjaldeyrishöft og get ég skilið vel að þau ein geri menn neikvæða.

Þegar ég les svona, þá hugsa ég stundum um það hvort menn tali stöðuna svarta þó svo að hún sé jákvæð.

Auðvitað er frumvarp um ný sjávarútvegslög ekki til þess fallin að gera menn jákvæða í greininni.

Líklega þarf ekki heldur að byggja eins mikið og fyrir hrunið 2008 en var þá ekki byggt of mikið, eða hvað?

Ég man að fyrstu árin mín var sífellt talað um það að aldrei hefði verið byggt minna og allt væri á niðurleið.  Samt hef ég aldrei séð eins marga byggingakrana á ævinni eins og á þessum tíma.

Það getur verið að allt saman sé svart, en við hvað erum við að miða?


mbl.is Stjórnendur benda á dökkar horfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðist Ísland komið uppúr kreppuni,ritar þú,,,en NEI NEI

hvar hefur þú haldið manninn,bullandi kreppa ennþá hér því miður.

Númi (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 19:48

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Númi, við erum aldrei á sömu slóðum.

Tölurnar segja annað.  Það er allt á uppleið þegar horft er í tölurnar.

Tilfinningar og jákvæðar hagtölur eru ekki alltaf það sama. 

Það er spurning hvað við erum sátt með og hvað er raunsætt.

Við erum í raun aldrei sátt við hlutdeild okkar, en er kanski ekki betra að sætta sig við að við verðum ekki öll forsetar eða forstjórar.

Þá getum við ekki öll alltaf fengið það sem við viljum.

Stefán Júlíusson, 16.6.2012 kl. 19:52

3 identicon

Hvaðan hefur þú ágæti Stefán þessar bjartsýnisspár/tölur.

Hvernig er staðan hjá heimilum,hvað hefur áunnist þar.

Það er ekki nóg að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttir,og trúa því sem hún er að predika,hún hefur ekki hugmynd um hvernig þjóðarpúlsinn slær.

Hún er sérfæðingur í öllu er viðkemur ESB-klíkuveldinu,enda vinnur hún sem umboðsmaður-þess klíkuveldis.Annað er ekki hægt að sjá og heyra.

Svo dauðsé ég eftir því að hafa kosið þessa ríkisstjórn sem lofaði að ALLT skyldi vera uppá borðum og ekkert pukur,,,,,,,,,,það var þá,eða hvað.!NEI

Númi (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 23:10

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Ég fer bara á vef Hagstofunnar.

Stefán Júlíusson, 18.6.2012 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband