Já, alveg svaka áfall fyrir ESB

Það hlýtur að vera alveg svakalegt áfall fyrir ESB að Íslandi skul ekki lengur vilja inn.

Ég verð að viðurkenna það að þetta er svakalegt áfall fyrir mig, ESB-sinnan.

Ég get ekki sofið og veit ekki hvað ég á að gera.  Áfallahjálp er líklega besta lausnin við þessu.

Auðvitað er þetta ekkert áfall.  

Lífið heldur áfram og það vill svo til að ESB-ríkin, flest, eru ánægð með það að ekki fleiri lönd ganga í sambandið fyrr en búið er að taka til í því.

Þó ég fái ekki það sem ég vil, þá er það ekki áfall.  Jedúdda mía.

 


mbl.is Áfall fyrir Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinir mínir í ESB eru alveg í sjokki yfir þessu. Er að hugga þá núna, benda þeim á að við munum koma í heimsókn í sumar og færa þeim fullt af íslenskum krónum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Auk þess erum við að auka matarútflutning skv. stjórnarsáttmála svo að fól í ESB svelti ekki

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 19:16

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Gunnar, vinir mínir fengju fyrst sjokk þegar ég færi að segja þeim frá því áfalli sem þeir urðu fyrir þegar Íslandi ákvað að ganga ekki í bandalagið.

Stefán Júlíusson, 22.5.2013 kl. 20:32

3 identicon

Í guðs bænum ekkert vera að því óþarfi að hræða fólk svona mikið, því gæti dottið í hug að flýja til íslands í stórum stíl...

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 20:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er hinsvegar gríðarlegt áfall fyrir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar sem byggðist öðru fremur á útrás íslenskra stjórnmála inn á evrópskan vettvang. Reyndar er það hughreystandi að Evrópa sé ekki (aftur) orðin ginkeypt fyrir útþenslusinnuðum þjóðernissósíalistum og arískum uppruna. Síðast þegar það gerðist hafði það nefninlega hörmulegar afleiðingar í för með sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 21:23

5 identicon

Jæja Stefán , það er skondið að sjá þig rita hér ofar´´að ESB sé ánægt að ekki fleiri lönd gangi inní sambandið og ekki fyrr en búið er að taka til í því´´.

Þarna viðurkennir þú ESB sinninn þinn með meiru að eitthvað sé rotið í þessu dásemdarsambandi þínu ESB-inu.

Númi (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 00:43

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

Númi, ESB er ekki rotið. ESB er ekki fullkomið.

Það eina sem er fullkomið í þessum heimi er Claudia Schiffer.

Stefán Júlíusson, 23.5.2013 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband