Er ekki Arnarflug enn með flugferðir til og frá landinu?

Það er gaman að svona fyrirsögnum.

Hún væri líklega rétt ef þetta hefði verið skrifað fyrir nokkrum áratugum þegar engin önnur flugfélög en Flugleiðir og Arnarflug voru með flugferðir til og frá landinu.

Nú er öldin önnur og fleiri flugfélög fljúga til landsins.

Þetta ógnar engu öðru en framtíðarbókunum hjá Icelandair, eins og Flugleiðir heita í dag.

WOW-air hætti við að fljúga til Bandaríkjanna í sumar.  Var þá skrifað um að ISAVIA væri að stefna stærsta ferðasumri sögunnar í hættu?

Heimurinn er eins og við sjáum hann, oftast inni í kassa. Ef við förum út fyrir hann og skoðum hvaða flugfélög eru með flugferðir til of frá landinu, þá öndum við öll léttar. 


mbl.is Stærsta ferðasumar sögunnar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott dæmi um hvernig stjórnlaus græðgi og eiginhagsmunaplott getur rústað almannahagsmunum og framtíð saklausra.

Flugmenn eru stórefnafólk miðað við meðalmanninn á Íslandi. Það er ekki afþví að þeir eigi eitthvað mikið hærri laun skilið en lögreglan og slökkviliðið sem er boðið og búið að hætta lífi sínu fyrir okkur, kennara og leikskólakennarar sem hafa framtíð barna á sinni ábyrgð, hjúkrunarfræðingar sem vinna myrkranna á milli, er ælt á og þurfa að sefa fórnarlömb áfalla og slá á ótta og róa og hugga aðstaðdendur, eða þessi almenni menntamaður með doktorspróf og landskólanám að baki og hefur helgað líf sitt þekkingarleit (og er samt næstum alltaf mikið verr launaður en flugmenn!), fólkið sem heldur efnahagskerfinu gangandi með starfi sínu í frystihúsum og öðrum undirstöðuiðnaði samfélagsins, fólk í atvinnulífinu sem setur á stofn fyrirtæki og skapar öðrum atvinnu með því að taka persónulega áhættu (og nær samt fæst nokkurn tíman launum flugmanna, sem sitja öruggir í sinni launavinnu), sjúkraliðar, ljósmæður og allt hitt góða fólkið sem vinnur ekkert ómerkilegri eða ónauðsynlegri störf en flugmenn fyrir okkur hin og á ekkert síður skilið góð laun. Sumt af þessu fólki er líka í þeirri stöðu að geta hafið siðlausa fjárkúgunarstarfsemi gegn þjóð sem hefur ekki efni á að halda öllum veikum börnum á lífi, þar sem ekki öll börn eiga nægan mat eða fatnað, og þar sem eldra fólk lendir á götunni og undirstöður samfélagsins eru í hættu. En þetta fólk er bara betra en svo, og lætur það eiga sig. Fjárkúgun er aldrei aðdáunarverð, síst þegar efnafólk stundar hana í stórmennskubrjálæði og hamslausri vitstola fégræðgi.

Jón (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband