Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Ég trúi þessu ekki

Mér finnst það alveg rosalegt ef Gwyneth Paltrow er óvinsælasta stjarnan í Hollywood.

Ég hef aldrei hitt hana, en foreldrar hennar eru(voru) alveg frábærir.

Bruce Paltrow, heitinn, og Blythe Danner voru þægilegir skemmtilegir gestir á hótelinu sem ég starfaði á í Williamstown í Bandaríkjunum.

Þau gistu nokkrum sinnum á því. 

Einu sinni var aðeins eitt hótelherbergi eftir.  Ég hafði val á milli Kevin Kline, sem hafði hringt en ekki staðfest bókunina, og svo Blythe og Bruce.

Ég valdi Blythe og Bruce og sé ekki eftir því.

Á ég kannski að hringja í DV? Tounge


mbl.is Gwyneth fer mest í taugarnar á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópum er ekki vísað frá landinu.

"Vísað frá landinu", er svolítið sérstakt orðalag.
 
Það er vel þekkt út um allan heim (nema kannski á Íslandi) að ekki er pláss fyrir hópa á álagspunktum.  Hvort þar sé talað um að þeim sé vísað frá landinu efast ég ekki stórlega um heldur veit það.
 
Hótel taka ekki við þeim vegna þess að ekki er samkomulag um verð. 
 
Hópar eru oftast ekki tilbúnir að greiða viðunandi verð og þess vegna eru þeir ekki alltaf áhugaverður markhópur fyrir hótel, sérstaklega yfir háannatímann.  Þetta kemur landinu, Íslandi í þessu tilviki, ekkert við. 

Hvataferðir eru svolítið öðruvísi markhópur en ráðstefnugestir og því finnst mér áhugavert að þessum hópum sé blandað saman.  
 
Hvataferðir geta verið klæðskerasaumaðar þar sem kostnaður skiptir engu máli.
 
Ráðstefnugestir vilja oftast greiða sem minnst fyrir gistinguna því ráðstefnan kostar einnig sitt.
 
Þess vegna verður áhugavert þegar Marriott opnar við hliðina á Hörpunni.  Þá sjáum við fljótlega hvort fyrirtækin vinna saman eða hvort fyrirtækið um sig vill fá hæsta verð fyrir sinn hlut.  En það gengur oftast ekki upp.  Oftast. 

mbl.is Hópum vísað frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband