Færsluflokkur: Evrópumál
Stóri sannleikurinn í Icesave!
12.4.2012 | 10:38
Ég er með gott myndband þar sem teknar eru saman helstu staðreyndir Icesave-málsins.
Helstu atrðið deiluaðila og svo niðustöðuna í málinu, þ.e. stóra sannleikann.
Það er ekki hægt að deila um það sem kemur fram í myndbandinu.
Staðreyndirnar tala sínu máli.
Plataði þig.
Langar ekkert að skrifa um Icesave.
Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Áhugavert að atvinnulausum skuli fækka í Sviss
11.4.2012 | 06:59
Ég ætla aðeins að leyfa mér að blogga um ESB og Sviss.
Sviss er með samninga við ESB ríkin sem jafngildir fjórfrelsinu svokallaða.
Samt sem áður fækkar atvinnulausum í Sviss.
Ég hefði talið, miðað við ástandið í nágranaríkjunum, að atvinnulausum myndi fjölga þar sem fleiri væru í atvinnuleit, þ.e. frá ESB ríkjunum og þeir Svisslendingar sem missa vinnuna við að fyrirtæki ráða ódýrt erlent vinnuafl.
Þetta virðist sýna að ríki sem hafa það gott fyllast ekki af erlendum aðilum í atvinnuleit og í leit að bótum.
Þrátt fyrir að almannarómur fullyrðir að svo sé. Ég er eiginlega hissa á því hversu hvassyrtir margir Svisslendingar eru gagnvart útlendingum. Minnir svolítið á suma andstæðinga ESB á Íslandi.
Ég vil engar leiðinda athugasemdir við þetta blogg heldur málefnalegar og vonandi þá einnig heimildir ef menn vilja koma með "staðreyndir" málsins.
Ég vil setja hérna inn myndband af hinum "heimsfræga" og frábæra svissneska listamanni DJ Bobo. Er hann ekki frábær?
Atvinnulausum Svisslendingum fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Schengen og páskafrí
8.4.2012 | 16:59
Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra páska.
Ég er í páskafríi og er ansi ánægður með það. Það er aldrei að vita hvenær ég fæ næst frí á páskunum.
Það er ekki sjálfsagður hlutur að fá páskafrí þegar við störfum í ferðaiðnaðinum, hvort sem það er að veita þeim þjónustu eða við framleiðslu.
Ég ákvað að verja páskafríinu í ár m.a. við að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hótel á Íslandi og að búa til plakat og ritgerð sem fylgir því.
En margir skólafélagar ákváðu að ferðast um Evrópu og kynnast þessari heimsálfu.
Ein góð ástæða fyrir því af hverju svona margir skólafélagar ákveða að ferðast um Evrópu er Schengen-samstarfið.
Margir skólafélaga minna eru frá Asíu og áður fyrr þurftu þeir vegabréfaáritun fyrir hvert einasta land. Núna er nóg fyrir þá að vera með Schengen-vegabréfsáritun og þá hafa þau þegar þau hefja nám í Sviss.
Ég man að áður en að Sviss gekk í Schengen að þá þurftu samnemendur mínir að sækja um vegabréfsáritun fyrir hvert einasta land í Evrópu. Það skipti ekki máli hvort þeir voru á leiðinni þangað eða ekki. Þá fóru ansi margir til Englands.
Núna fer enginn til Englands, þ.e. Bretlandseyja, því það þarf að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þangað.
Fyrir þennan hóp hefur Schengen-samstarfið haft góð áhrif. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd.
Ég hlakka til að heyra ferðasögurnar þeirra.