Færsluflokkur: Kvikmyndir

Ég trúi þessu ekki

Mér finnst það alveg rosalegt ef Gwyneth Paltrow er óvinsælasta stjarnan í Hollywood.

Ég hef aldrei hitt hana, en foreldrar hennar eru(voru) alveg frábærir.

Bruce Paltrow, heitinn, og Blythe Danner voru þægilegir skemmtilegir gestir á hótelinu sem ég starfaði á í Williamstown í Bandaríkjunum.

Þau gistu nokkrum sinnum á því. 

Einu sinni var aðeins eitt hótelherbergi eftir.  Ég hafði val á milli Kevin Kline, sem hafði hringt en ekki staðfest bókunina, og svo Blythe og Bruce.

Ég valdi Blythe og Bruce og sé ekki eftir því.

Á ég kannski að hringja í DV? Tounge


mbl.is Gwyneth fer mest í taugarnar á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband