Nubo styrkir íslenskan ferðaiðnað
23.2.2012 | 16:52
Ég verð að viðurkenna það að ég var frekar hlynntur kaupum Nubo á Grímsstöðum. Eftir á að hyggja get ég fallist á ákvörðun Ögmundar um að banna kaupin.
Nú er verið að fara aðra leið sem fleiri aðilar geta fallist á. Bergur Elías, sveitarstjóri Norðurþings, vill sem minnst segja um málið fyrr en það er í höfn.
Ég hlakka til að sjá hugmyndir Nubo hvað hann ætlar að gera á svæðinu. Ég vona þó að hann hugsi í anda sjálfbærrar þróunar, þ.e. hugsi um náttúruna og samfélagið. Hann sér tækifæri og það finnst mér mjög gott og við getum vonandi lært af honum í því sambandi.
Margir telja að ferðaþjónusta felist í því að byggja eitt hótel með bílastæði og kannski golfvelli. Þróun ferðaþjónustu getur falið í sér miklu meira. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera.
Ég vona að sátt náist í þessu máli. Það er gott ef ferðaiðnaðurinn á landsbyggðinni nær að styrkjast og dafna.
![]() |
Tíðinda að vænta innan tíu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)