Rétti veitingastaðurinn í Boston
29.2.2012 | 21:08
Ég þekki veitingastaðinn Eastern Standard.
Ég borðaði hádegismat með vinum mínum úr nágreninu áður en við fórum að horfa á Red Sox tapa á móti Detroit á Fenway Park árið 2009.
Maturinn var mjög góður og þjónustan einnig. Það var auðvitað rosalega mikið að gera rétt fyrir leikinn á Fenway Park.
Þarna borða markir þekktir einstaklingar frá Boston svæðinu sögðu vinir mínir. Þannig að ef þú ætlar að kynna Ísland fyrir Bostonarbúum þá er þetta rétti staðurinn.
Ég mæli með þessum veitingastað, en ekki með þeim sem framleiddi þetta myndband.
![]() |
Bostonbúar bragða á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig fáum við ferðamenn til að fara út fyrir Reykjavík?
29.2.2012 | 16:09
Ég ætla ekki að mótmæla Samtökum ferðaþjónustunnar.
En ef það á að lækka álögur á eldsneyti, þá á það að vera til lengri tíma.
Lækkun til skamms tíma hefur ekki langtíma áhrif á rekstur fyrirtækja. Það getur líklega reddað einhverjum yfir árið, en hvað á svo að gera á næsta ári.
Eldsneytisverð er að hækka og mun alltaf fara hækkandi. Ferðaþjónustufyrirtæki verða að taka það með í reikninginn og finna aðra möguleika til þess að lækka kostnað.
Sem dæmi má nefna sparneytnari hópferðabílar, minni hópferðabílar, annar eldsneytisgjafi og þess háttar.
Ég ákvað að taka "áskorun" SAF og leita að sæti, á internetinu, frá Reykjavík til Húsavíkur og það á ensku. Ég mæli með því að þú gerir það einnig. Það væri líklega enn meiri og skemmtilegri áskorun að bóka ferð frá Reykjavík til Þingeyrar.
Það er ekki svo einfalt að leita að rútuferðum á netinu.
Auðveldast er að gista þá bara í Reykjavík og fara í dagsferðir. Það er ekki flókið á netinu.
Af hverju tala ég svona mikið um internetið?
78% ferðamanna til Íslands skipulögðu ferðina til Íslands sjálfir.
75,4% ferðamanna notuðu internetið til upplýsingaöflunar.
Ef landsbyggðin vill ekki missa af ferðamönnum, þá á hún að samhæfa krafta sína til þess að aðstoða verðandi ferðamenn við að skipuleggja ferðina um landið.
Stöðug mótmæli vegna verðhækkana á eldsneyti fjölgar ekki ferðamönnum á landsbyggðinni heldur meiri kraftur í samhæfðum markaðsmálum ferðaiðaðarins á landsbyggðinni.
![]() |
Alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)