Uppreisn hóteleigenda gegn bókunarsíðum
13.3.2012 | 15:37
Fjöldi hóteleiganda hafa skráð hótelin sín á bókunarsíðum eins og hrs.com eða booking.com.
Þetta hefur borgað sig fyrir hótelin því ansi margir bóka herbergin sín í gegnum bókunarsíður. Það er einfalt og fljótlegt.
Eigendur bókunarsíðanna hafa tekið eftir því hversu mikilvægar síðurnar eru fyrir hótelin. Þess vegna hafa þau, í krafti þessa, hækkað þóknunina fyrir þjónustuna. Fyrir nokkrum árum þurfti hótel að greiða 10% þóknun en í dag er hún komin í 15% af heildarkostnaði gistingarinnar.
Margir hóteleigendur hafa kvartað og sum hafa kært eigendur bókunarsíðanna. Það hefur engan árangur borið.
Þeir sem hafa hugsað í lausnum hafa komið með þær.
Í janúar á þessu ári opnuðu nokkrar af stærstu hótelkeðjum Bandaríkjanna eigin bókunarsíðu sem heitir roomkey.com.
Í Þýskalandi stofnaði nýlega hóteleigandinn Günther Uhlmann bókunarsíðuna www.ohne-umweg-buchen.de.
Á báðum þessum vefsíðum er hægt að leita að hóteli og svo er bókað á heimasíðu hótelsins en ekki á vefsíðunni sjálfri.
Það er spurning um að prófa þessar síður næst þegar þú bókar hótelherbergi. Það er betra að hótelið fái tekjurnar en "óþarfa" milliliðir, eða?
Bókunarsíður mjög góðar, þrátt fyrir að þær taki háa þóknun. Ég mæli með því að hótel skrái sig.
www.ahgz.de fjallar um þetta í dag.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hótel og gististaðir: Vökva með rigningarvatni
13.3.2012 | 10:47
Það er langþægilegast að vökva með vatni sem kemur með leiðslum langar leiðir.
Vökvun á gróðri þarf ekki endilega að vera hátt hlutfall af vatnsnotkun.
En hvernig væri að koma upp safnaðstöðu fyrir rigningarvatn og vökva gróðurinn með uppsöfnuðu rigningarvatni. Nóg rignir á Íslandi.
Það gæti verið áhugavert að bera svo saman vatnsnotkun á milli ára.
Margt smátt gerir eitt stórt og einhvers staðar þarf að byrja.
Þetta myndband gæti gefið þér hugmyndir hvernig þú getur nýtt þér rigningarvatn:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)