Reality check! Jákvæðni er handan við hornið
15.3.2012 | 15:56
Hrikalega eru allir jákvæðir.
Ég er mjög bjartsýnn í dag hvað Ísland og framtíð þess varðar.
Ef við hlustuðum oftar á fólk eins og Rannveigu Rist, þá værum við líklega jákvæðari.
Það er margt jákvætt að gerast á Íslandi, það finnst engum fréttnæmt. Það selur ekki.
Síðustu daga hafa þingmenn verið að rífast á bloggum og á Facebook í staðin fyrir að ræða málin og finna lausnir á vandamálunum.
Það eru alltaf einhverjir fletir sem hægt er að vera sammála um.
Pólitík snýst því miður allt of oft um að fela þá fleti og rífast um mál sem menn verða aldrei sammála um.
Það eigum við ekki að taka okkur til fyrirmyndar.
Við eigum að taka Rannveigu til fyrirmyndar.
![]() |
Slæmt siðferði rót vandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjartsýni og jákvæðni
15.3.2012 | 13:49
Áhugaverð frétt.
Sigfús er mjög jákvæður í þessu viðtali. Allt gengur vel.
Mér fannst mjög áhugavert hvað hann sagði í sambandi við verðhækkanir á eldsneyti:
"Aðspurður hvort eldsneytishækkanir hefðu áhrif á bílaleigur sagði Sigfús að þeirra svar væri að hafa sem nýjasta bíla vegna þess að þeir eyddu minnstu og auk þess menguðu þeir minna. Þannig hefði tilkostnaður ekki aukist svo mikið milli ára þótt eldsneytisverðshækkanir skiptu alltaf máli"
Svona eiga menn að horfa á hlutina.
Áfram Hertz á Íslandi.
![]() |
Hertz hyggst auka bílakaup sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |