Matvælatengd ferðaþjónusta í boði Katla Travel og Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands er að bjóða upp á mjög áhugaverða ferð til Akureyrar á heimasíðu sinni sem hefur heitið "Local Food and Gourmet og stendur yfir í 7 daga.

Ferðin er skipulögð af Katla-Travel og Flugfélagi Íslands.

Í ferðinni eru matvælaframleiðendur, bændur, útvegsmenn og bruggversksmiðjur heimsóttar og er ferðamönnunum boðið að prófa afurðirnar, "sample as you go".

Í ferðinni er ferðamönnum einnig boðið upp á að tína bláskel sem er svo elduð fyrir ferðamennina.

Mér finnst þetta mjög áhugaverð ferð. 

Í dag hafa fyrirtæki meiri skilning en áður á því að ferðamenn vilja ekki aðeins sjá eitthvað heldur vilja þeir einnig fræðast og læra eitthvað.  Það eykur jákvæð viðbrögð og ferðamenn gleyma síður ferðalaginu.

Áfram svona.


Bloggfærslur 17. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband