Hvað segir Rannveig Rist?

Ef við skoðum fréttir frá síðustu viku á mbl.is og viðtal við Rannveigu Rist.

Þá kemur eftirfarandi fram;

"Benti hún á að tillaga iðnaðar- og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta fæli í sér verndun á yfir helmingi virkjanakosta."

"Aftur á móti væri þar boðað grænt ljós á undirbúning umtalsverðrar orkuöflunar, eða sem nemur um 13 teravattstundum. Sú orka myndi duga fjórum Straumsvíkurálverum og að auki til 20-földunar ylræktar."

Þarf að fara í fleiri virknaframkvæmdir en þetta? 

Síðasta setning í greininni er eftirfarandi;

"Loks sagðist Rannveig sannfærð um að iðnfyrirtæki landsins yrðu í fararbroddi nýrrar sóknar á Íslandi."


mbl.is Þingmenn forðist gífuryrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvernd og pólitik

Umhverfisvernd virðist vera mjög pólitískt mál á Íslandi.

Vinstrimenn vilja varðveita náttúruna og hægri menn vilja nýta náttúruna.

En stenst þessi fullyrðing?  Vilja ekki allir nýta náttúruna? 

Spurningin er hvort við viljum nýta náttúruna með sem minnstri eyðileggingu og skemmdum.

Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni á Íslandi.

Mér finnst hún vera rúmum 30 árum á eftir mörgum þjóðum í Evrópu eins og t.d. Þýskalandi.

Hægri menn hugsa ekki minna um náttúruna en vinstri menn.

Meirihluti þýsku þjóðarinnar hefur það viðhorf í dag að sjálfbær þróun er mikilvæg.

Í sjálfbærri þróun er hugsað um hagnað, samfélagið og náttúruna.

Hagnaður á að byggja á samfélagslegri ábyrgð og valda sem minnstum spjöllum eða engum á náttúrunni.

Mörg fyrirtæki, smá og stór, erlendis starfa með þetta að leiðarljósi.  Íslensk fyrirtæki geta misst markaðsforskot ef þau fara ekki að átta sig á þessu.

Tökum náttúruvernd út úr pólitík og sameinumst um sjálfbæra þróun.


Bloggfærslur 19. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband