Frábært framtak og örlítið um öfgamenn

Þetta er mjög gott framtak hjá Alþingi.  Áhugavert að sjá að bæði stjórn og stjórnarandstaða unnu að þessu máli.

En um hvað snýst þetta allt saman hjá þeim og eykur þetta ekki bara kostnað og útgjöld að óþörfu?

Nei, þetta getur lækkað útgjöld til lengri tíma litið.  Það er gott mál.

Grænt hagkerfi er framtíðin.

Það sem hefur vantað mikið uppá er að þjóðin fái betur að kynnast því hvað grænt hagkerfi er og hvað sjálbærni og sjálfbær þróun er.

Það er ekki langt síðan að Vakinn kynnti umhverfisvottun fyrir ferðaiðnaðinn.  Ég tel rétt að sem flest fyrirtæki taki þátt í því verkefni og ég hvet önnur fyrirtæki að athuga hvaða vottun er í boði fyrir þau.  Hægt er að skoða það á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Síðust daga hafa einstaklingar og hópar verið kallaðir öfgamenn.  Það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í umræðu þar sem menn eru sakaðir um öfgamennsku.

Það er enginn öfgamaður að vilja vernda náttúruna.  Það er enginn öfgamaður að vilja veiða hval.  Það er enginn öfgamaður að vilja virkja.  Þetta eru mismunandi skoðanir og sumir eru með ákveðnari skoðanir en aðrir.

Ef við ræðum saman, þá komumst við að niðurstöðu.  Ég er 2svar sinnum búinn að blogga um ummæli Rannveigar Rist og ætla ekki að gera það aftur.  En fáir hafa áhuga á því sem hún segir því ummælin sameina að einhverju leyti þá sem vilja iðnað og þá sem vilja vernda náttúruna.

Nú verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Alþingi og þjóðinni.


mbl.is Græna hagkerfið verði eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er alltaf gott að kaupa vel rekið fyrirtæki?

Ég er ekki hissa á því að aðilar vilja kaupa vel rekin fyrirtæki.

Það er í eðli okkar að vilja taka við einhverju sem er vel rekið. 

Við teljum meiri líkur en minni á því að við getum haldið áfram góðum rekstri því hann var svo góður.

Í rekstri er alltaf mikilvægt að standa ekki í stað og reka fyrirtæki eins og það var alltaf rekið.

Þess vegna er ég á þeirri skoðun að betra væri að kaupa illa rekið fyrirtæki því það er hægt að kaupa það á betra verði.  Það er einnig áskorun.

Þú getur þá breytt öllu og látið þínar hugmyndir ráða algerlega ferðinni.  Látið ljós þitt skína.

PS.  Hvað eru til margir þættir af Kitchen Nightmares þar sem einstaklingar hafa keypt "vel rekið" fyrirtæki og engu breytt því allt var svo frábært?


mbl.is Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband