Af hverju borga ferðamenn fyrir það sem er ókeypis?
22.3.2012 | 09:25
Ég skil ekki ferðamenn.
Þeir borga fyrir að sjá eitthvað sem er einskis virði.
Það hefur ekki verið framleitt af fyrirtækjum og engin verðmætasköpun orðið til.
Samt eru þeir tilbúnir að borga fyrir það.
Vatn sem frussast úr jörðinni, vatn sem fellur einhverja metra, sjávarspendýr, hæðir og fjöll, svo eitthvað sé nefnt.
Í staðin fyrir að borga fyrir að horfa á hverasvæði er eins hægt að snúa gufustraujárni á hvolf og horfa á gufuna.
Íslensk náttúra og dýralíf er einstæð. Útlendingar vita það og það kemur að því að við áttum okkur betur á því að óspillt náttúra er meira virði en "spillt" náttúra.
Geysir er notað í þýsku og er samheiti yfir goshveri.
Ástæðan er sú að útlendingar komu til landsins fyrir mörgum og skrifuðu um það. Þeir lýstu sérstakri náttúru. Náttúru sem var ekki eins og í heimalandi þeirra.
Það er nefnilega skortur á íslenskri náttúru í heiminum vegna þess að hún fyrirfinnst aðeins á Íslandi.
Þess vegna getum við selt hana og það dýru verði.
![]() |
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fjárfestingatækifæri, erlendir aðilar fá 25% afslátt
22.3.2012 | 06:44
Það hefur mikið verið fjallað um gjaldeyrishöftin upp á síðkastið.
Í gjaldeyrishöftunum leynast mjög góð tækifæri til þess að fjárfesta hér á landi.
erlendur aðili fær u.þ.b. 25% afslátt hef hann kemur með lánsfé eða tekur beint þátt í fjárfestingu.
Þá skiptir engu hvort um nýfjárfestingu eða um kaup á fyrirtæki er um að ræða.
Eins og kom fram í fréttum í gær fá erlendir eigendur góðan afslátt með að kaupa Vörð að fullu.
Áður hafa fyrirtæki eins og HS Orka verið keypt með svo kölluðum aflandskrónum. Magma Energy græddi vel á því eins og fram kom í ársreikningum fyrirtækisins.
Ég veit ekki hvort að Húsasmiðjan hafi verið keypt með aflandskrónum en það hefur ekki komið fram en ég reikna með því, annað væru stór mistök af hálfu fjárfestanna erlendu.
Eins og fram kemur í frétt mbl.is um Vörð:
"Fastlega sé gert ráð fyrir að hluturinn verði keyptur á 1.370-1.520 milljónir króna."
"Gerir BankNordik ráð fyrir að nýta sér að Seðlabanki Íslands býður útlendum fjárfestum, sem ætla að fjárfesta á Íslandi, afslátt á kjörum og því verði kaupverðið væntanlega 51-56 milljónir danskra króna. "
"það svarar til 1.146-1.259 milljóna íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag."
Það er því verið að veita u.þ.b. 250 milljón króna afslátt af kaupunum.
Einnig er í fréttum í dag að Kaldbakur, sem er í eigu samherja, er að selja skuldabréf fyrir 10 milljarða til erlends fjárfestis. Þau kosta því erlenda fjárfestinn því aðeins um 7,5 milljarða króna ef fjárfestirinn fer leið sem Seðlabanki Íslands býður upp á. Þannig getur erlendi fjárfestirinn strax bókað hagnað um 2,5 milljarða króna.
Hérna eru mikil tækifæri.
Ef þú getur fundið erlendan viðskiptafélaga eða banka, þá getur þú einnig sparað nokkrar milljónir eða nokkur hundruð milljónir.
Þeir sem gera þetta ekki, geta átt hættu á því að sitja eftir í samkeppninni.
Þarna er nefnilega verið að veita frábæran möguleika á því að veita fyrirtækjum langtíma markaðsforskot, með því t.d. að lækka vöruverð og undirbjóða þannig samkeppnisaðila sem fyrir eru á markaðnum.
Ég mæli eindregið með því að þú farir að leita að lánsfé erlendis eða fjárfestingafélga.
Ef þú gerir þetta ekki, þá gerir þetta einhver annar. Þessi annar, gæti verið í samkeppni við þig.
![]() |
Hægt að afnema höftin á 3 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)