Áhugavert að atvinnulausum skuli fækka í Sviss

Ég ætla aðeins að leyfa mér að blogga um ESB og Sviss.

Sviss er með samninga við ESB ríkin sem jafngildir fjórfrelsinu svokallaða.

Samt sem áður fækkar atvinnulausum í Sviss.

Ég hefði talið, miðað við ástandið í nágranaríkjunum, að atvinnulausum myndi fjölga þar sem fleiri væru í atvinnuleit, þ.e. frá ESB ríkjunum og þeir Svisslendingar sem missa vinnuna við að fyrirtæki ráða ódýrt erlent vinnuafl.

Þetta virðist sýna að ríki sem hafa það gott fyllast ekki af erlendum aðilum í atvinnuleit og í leit að bótum.

Þrátt fyrir að almannarómur fullyrðir að svo sé.  Ég er eiginlega hissa á því hversu hvassyrtir margir Svisslendingar eru gagnvart útlendingum.  Minnir svolítið á suma andstæðinga ESB á Íslandi.

Ég vil engar leiðinda athugasemdir við þetta blogg heldur málefnalegar og vonandi þá einnig heimildir ef menn vilja koma með "staðreyndir" málsins.

Ég vil setja hérna inn myndband af hinum "heimsfræga" og frábæra svissneska listamanni DJ Bobo.  Er hann ekki frábær?


mbl.is Atvinnulausum Svisslendingum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband