Förum eftir lögum, reglum og stjórnarskrá

Dómur Landsdóms yfir Geir H. Haarde er áhugaverður.

Ég hlustaði á hann í beinni útsendingu frá Íslandi hér í Sviss.

Mér finnst dómurinn segja mér að það á að fara eftir lögum, reglum og stjórnarskránni.

Fyrirtæki eiga að fara eftir lögum og einstaklingar einnig.

Þó svo að önnur fyrirtæki hafi brotið lög merkir ekki að þú eigir einnig að brjóta þau.

Reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft gerðu ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki myndu brjóta reglurnar.

Núverandi lög Alþingis um gjaldeyrismál gera ráð fyrir því að lög séu brotin upp að ákveðnu marki.

Er eðlilegt að Seðlabanki Íslands og Alþingi geri ráð fyrir að ákveðinn hluti fyrirtækja og einstaklinga brjóti lögin?

Það þarf að breyta miklu á Íslandi.  Stjórnsýslan þarf að sýna fordæmi í þessum málum.


Bloggfærslur 24. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband