Keflavíkurflugvöllur, nafnarugl á Suðurnesjum sem verður að lagfæra

Ég er að skrifa ritgerð um hótel á Suðurnesjum.  Það verður víst að vera ónafngreint eins og er.

Ég var að skrifa um Keflavík og áttaði mig svo á því að Keflavík er í raun og veru ekki til. 

Í dag heitir Keflavík Reykjanesbær.

En af hverju heitir Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá enn Keflavíkurflugvöllur og með póstnúmerið 235 Reykjanesbær?

Eða á ensku, Keflavik International Airport? 

Fékk ekki flugstöðin nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar?

Á spurningarlista sem ferðamenn fengu var spurt hvort þeir hefðu komið til Keflavíkur.  Hvernig geta ferðamenn vitað að þeir voru í Keflavík þegar bærinn heitir Reykjanesbær?

Samt spyrja ríkisstyrkt samtök að þvi hvort þau hafi komið til Keflavíkur.

Það sem Markaðsstofa Suðurnesja verður að gera er að samhæfa nöfnin á Suðurnesjum og fá fyrirtæki á svæðinu að nota eitt nafn á stöðum og svæðum.

Fyrsta skrefið í samhæfingu svæða er að koma sér saman um nöfn.  Þannig geta hin ýmsu fyrirtæki vísað í það nafn.

Er Keflavíurflugvöllur á landi Sandgerðis?  Eru hagsmunir Sandgerðis ekki að það komi fram?


Bloggfærslur 25. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband