"Hype" í ferðaþjónustu
19.5.2012 | 13:19
Alltaf erum við að leita að einhverju "hype".
Ein lausn sem hentar öllum og gerir alla ríka.
Það sem við vitum flest er að það er aldrei eitt fyrirtæki eða lausn sem bjargar heiminum.
Eftir að við sáum að bankarnir á Íslandi voru ekki sjálfbærir, þrátt fyrir sögur um annað, þá sjáum við vonandi að það er ekki til ein töfralausn.
Hvert einasta fyrirtæki, ef það er sjálfbært, er töfralausn eigenda þess, birgja og viðskiptavina.
Það er nóg.
Þegar við hættum að leita að því eina sanna sem á að bjarga Íslandi, þá er okkur bjargað.
![]() |
Facebook olli vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |