Hugmyndaríkir Húsvíkingar
4.5.2012 | 20:12
Þessi hugmynd um rekstur heilsulindar á Húsavíkurhöfða er alveg frábær.
Það sem mér finnst best að öllu er að menn eru að átta sig á því að ferðamenn þurfa að staldra lengur við.
Það er ekki nóg að hafa aðeins hvalaskoðun sem ferðamenn geta farið í á ferð sinni í gegnum Húsavík.
Ferðamenn eiga að gista á Húsavík.
Það hefur mikil uppbygging átt sér stað á Húsavík.
Boðið er upp á hestaferðir, hvalaskoðun, hvalasafn og margt fleira.
Ég er alveg viss um það að Húsavík á eftir að verða þekkt nafn í ferðaiðnaðinum.
Fyrirtæki og einstaklingar þurfa að vinna saman að því.
Einnig þarf flokkspólitík að víkja fyrir langtíma markmiðum og uppbyggingu á svæðinu.
Hér er frétt frá Bath um bað:
![]() |
Heilsulind á Húsavíkurhöfða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Suðurnesin tapa markaðshlutdeild
4.5.2012 | 10:20
Það eru góðar fréttir að ferðamönnum er að fjölga á Íslandi.
Gistinóttum fjölgar því einnig samferða fjölgun ferðamanna.
Ef við horfum á fjölda gistinátta í Reykjavík, þá voru þær 104.300 og fjölgaði um 40% á milli ára á sama tímabili.
Á Suðurnesjum voru gistinætur 5.100 og fjölgaði um 15% á milli ára á sama tímabili.
Gistinætur á Suðurnesjum voru því tæp 5% af gistinóttum í Reykjavík.
Ferðamenn er stærsta hlutfall þeirra sem gista á hótelum og gistiheimilum.
Þó svo að það er fjölgun gistinátta á Suðurnesjum, þá er svæðið að tapa markaðshlutdeild.
Það verður að sporna gegn því.
Markaðsskrifstofa Suðurnesja og fyrirtæki í ferðaiðnaði á Suðurnesjum þurfa að setja meiri kraft í samstarf sín á milli og kynna svæðið betur. Kynningin á að láta okkur fá þá tilfinningu að Suðurnesin er einstakt svæði, eins og það er.
Það eru til mörg verkfæri sem hægt er að nota við markaðssetningu.
Það verður að vera langtíma markmið að auka markaðshlutdeild svæðisins.
![]() |
Gistinóttum fjölgar mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |