Stefnumörkun og sjálfbær þróun í ferðaiðnaði

Öll fyrirtæki marka sér að einhverju leiti stefnu.  

Stefnumörkun getur verið skráð eða óskráð.  Eftir því sem fyrirtækið verður stærra, þeim mun mikilvægara er að skrá stefnumörkun þess niður þannig að allir starfsmenn fyrirtækisins vita hvernig þeir geta unnið í átt að sameiginlegu markmiði.

Til þess að sjálfbær þróun nái verði innleidd í stefnumörkun fyrirtækisins með árangursríkum hætta þurfa fyrst og fremst eigendur og stjórnendur fyrirtækisins að hvað sjálfbær þróun er og hafa vilja til að innleiða hana.

"Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum." 

Þar af leiðandi á innleiðing sjálfbærrar þróunar að vera hluti af langtímastefnumörkun fyrirtækja.  

Sjálfbær þróun byggir ekki á því að "eyða" peningum eða "fórna" gróða til þess að gera eitthvað gott fyrir umhverfið.  Sjálfbær þróun byggir á því að auka tekjur, minnka kostnað og gera eitthvað gott fyrir umhverfið og samfélagið í leiðinni.  Við gerum okkur grein fyrir því að án hagnaðar verður engin sjálfbær þróun.

Ef þekking á sjálfbærri þróun er ekki til staðar er hægt að fá aðstoð utanaðkomandi aðila eða ráðgjafa sem hafa þekkingu á þessu sviði.  Þar má nefna sem dæmi Umhverfisráðgjöf Íslands ehf, Environice

Stjórnendur fyrirtækja þurfa að fá alla starfsmenn í lið með sér.  Eins og við aðra stefnumörkun fyrirtækja, er nauðsynlegt að hafa öfluga mannauðsstjórnun til þess að festa stefnu fyrirtækisins um sjálfbæra þróun í sessi í fyrirtækjamenningu (corporate culture).  Ef stjórnendur vanrækja að tvinna sjálfbærni í fyrirtækjamenninguna þá getur verið erfitt að innleiða hana í daglegan rekstur.  Það er gert með nýjum starfslýsingum, verklýsingum, námskeiðum og þess háttar.  Með þessari innleiðingu læra nýjir starfsmenn strax að starfa með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.  Þannig fá fyrirtæki einnig sem mest út úr sínum mannauði hvort sem um innleiðingu sjálfbærrar þróunar er að ræða eða ekki.

Þegar stjórn fyrirtækisins hefur markað sér stefnu í sjálfbærri þróun og mannauðsstjórnunin hefur markað sér stefnu þess til stuðnings er ekkert annað að gera en að hefjast handa.

Willard hótelið í Washington er gott dæmi um hvernig fyrirtæki í ferðaiðnaði hefur breytt fyrirtækjamenningu sinni í átt að hugarfari sem byggir á sjálfbærri þróun. (Þetta er sama myndband er í síðasta bloggi.)

Norðursigling er gott dæmi um fyrirtæki í ferðaiðnaði á Íslandi sem hefur innleitt sjálfbæra þróun í stefnumörkun og í fyrirtækjamenningu.  Það sést vel þegar umhverfisstefna fyrirtækisins er lesin. 

Stefnumörkun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi er ávalt til langs tíma og árangurinn mun því skila sér hægt en örugglega.  Sjálfbærni er engin skyndilausn.  Það skal hafa í huga þegar farið er af stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband