Sviss, Ísland og asískir ferðamenn
24.2.2012 | 07:04
Í gær, fimmtudag, birtist áhugaverð grein á forsíðu "Bündner Tagblatt" sem gefið er út í Graubünden. Graubünden er Kantona í Sviss.
Í greininni er skýrt frá því að kínverjar hafi eytt um það bil 600.000 gistinóttum í Sviss. Það er aukning um 47% á milli ára. En Kínverjar koma ekki til Graubünden, þeir fara frekar til Luzern, Zürich, Interlaken og Genf. Það hefur gengið erfiðega að fá Kínverja til að heimsækja Graubünden.
Mario Barblan, sérfræðingur í ferðaiðnaðinum, segir að kantónan hafi glatað tækifærinu til að marka sér langtíma stefnu hvað varðar asíska markaðinn og hafi því tapað dýrmætum tíma.
Gaudenz Thoma, framkvæmdarstjóri Graubünden Ferien, sér þetta öðrum augum og er efins að ferðamenn frá asíu sé rétti markaðurinn til að taka við öðrum ferðamönnum á hinum gamalgróna markaði í Þýskalandi og í Sviss.
Ég tel að Mario og Gaudenz hafa báðir rétt fyrir sér að einhverju leyti.
Þó svo að fleiri ferðamenn frá asíu eru að koma til evrópu, þá það það ekki endilega að vera þannig að þeir séu ferðamenn sem henta öllum svæðum og þeirra áherslum.
Asískir ferðamenn hafa farið frekar hratt yfir evrópu á ferðum sínum, þ.e. þeir stoppa stutt á hverjum stað. En þar sem þeir stoppa þá eyða þeir peningum, stundum gífurlegum fjárhæðum.
Graubünden leggur meiri áherslu á að ferðamenn njóti dvalarinnar til lengri tíma. en ekki aðeins í eina nótt.
Sú hugmynd kom upp fyrir einhverjum árum að eitt besta hótel evrópu, Quellenhof í Bad Ragaz, var fengið til að taka á móti gestum í te. Það er auðvitað frábær hugmynd að fá ferðamenn til að koma við á svona flottu hóteli og fá te. Góð auglýsing fyrir hótelið, eða?
En þá verðum við að spyrja okkur hvort að hótel sem þetta á að fá hlutverk kaffiteríu. Það er mikill munur á 5 stjörnu hóteli og kaffiteríu og því var hætt með þessi kaffistopp. Ég sjálfur hefði aldrei tekið það í mál. Peningar eiga ekki alltaf að vera aðalatriðið.
Hvað eru mörg fyrirtæki með heimasíðuna sína á kínversku og hversu margir starfsmenn tala kínversku í söludeildum íslenskra fyrirtækja í ferðaiðnaði? Það væri áhugavert ef vði fengjum ábendingar um það.
Það er mikilvægt að marka sér langtíma stefnu á asíska markaðnum. Ég tel að Ísland eigi að stefna á þann markað. Munurinn á Sviss og Íslandi er að Ísland er eyja. Sama hvert ferðamaðurinn fer, þá verður hann á Íslandi og það er gott fyrir landið og ferðaiðnaðinn í heild sinni.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.