Ferðaiðnaður: Stykkishólmur og sjálfbær þróun

Ég ætla ekki að skrifa mikið í þessari færslu.

Ég er með myndband um Stykkishólm og ferðaiðnaðinn.  Það sýnir í raun og veru hversu einfalt það er og spennandi að bjóða ferðamönnum upp á það sem er þegar til á svæðinu.  

Það þarf ekki alltaf að búa til eitthvað nýtt heldur uppgötva hvað svæðið hefur upp á að bjóða.  Það er mest spennandi. 

Stykkishólmur fékk EDEN verðlaunin í fyrra og er því gæðaáfangastaður Íslands árið 2011.  En hér er hægt að lesa meira um EDEN verkefnið, en það er á vegum ESB.  Meira að segja búið að þýða kaflann um Stykkishólm á íslensku.

Það ættu öll sveitarfélög að læra af Stykkishólmi.  Best að hringja strax á morgun og spyrja hvað þarf að gera.  

Stykkishólmur sýnir einnig að allir eiga að taka þátt, eða hafa möguleika á því að taka þátt.  Það er í raun númer eitt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Vona að þú hafir átt ánæjulegann dag, gamli

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.3.2012 kl. 20:15

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, hann var mjög ánægjulegur.  Þakka þér fyrir.  Hefði viljað fá fleiri gjafir. 

Stefán Júlíusson, 5.3.2012 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband