Matvælatengd ferðaþjónusta í boði Katla Travel og Flugfélags Íslands
17.3.2012 | 13:00
Flugfélag Íslands er að bjóða upp á mjög áhugaverða ferð til Akureyrar á heimasíðu sinni sem hefur heitið "Local Food and Gourmet og stendur yfir í 7 daga.
Ferðin er skipulögð af Katla-Travel og Flugfélagi Íslands.
Í ferðinni eru matvælaframleiðendur, bændur, útvegsmenn og bruggversksmiðjur heimsóttar og er ferðamönnunum boðið að prófa afurðirnar, "sample as you go".
Í ferðinni er ferðamönnum einnig boðið upp á að tína bláskel sem er svo elduð fyrir ferðamennina.
Mér finnst þetta mjög áhugaverð ferð.
Í dag hafa fyrirtæki meiri skilning en áður á því að ferðamenn vilja ekki aðeins sjá eitthvað heldur vilja þeir einnig fræðast og læra eitthvað. Það eykur jákvæð viðbrögð og ferðamenn gleyma síður ferðalaginu.
Áfram svona.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.