Umhverfisvernd og pólitik

Umhverfisvernd virðist vera mjög pólitískt mál á Íslandi.

Vinstrimenn vilja varðveita náttúruna og hægri menn vilja nýta náttúruna.

En stenst þessi fullyrðing?  Vilja ekki allir nýta náttúruna? 

Spurningin er hvort við viljum nýta náttúruna með sem minnstri eyðileggingu og skemmdum.

Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni á Íslandi.

Mér finnst hún vera rúmum 30 árum á eftir mörgum þjóðum í Evrópu eins og t.d. Þýskalandi.

Hægri menn hugsa ekki minna um náttúruna en vinstri menn.

Meirihluti þýsku þjóðarinnar hefur það viðhorf í dag að sjálfbær þróun er mikilvæg.

Í sjálfbærri þróun er hugsað um hagnað, samfélagið og náttúruna.

Hagnaður á að byggja á samfélagslegri ábyrgð og valda sem minnstum spjöllum eða engum á náttúrunni.

Mörg fyrirtæki, smá og stór, erlendis starfa með þetta að leiðarljósi.  Íslensk fyrirtæki geta misst markaðsforskot ef þau fara ekki að átta sig á þessu.

Tökum náttúruvernd út úr pólitík og sameinumst um sjálfbæra þróun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri/Hægri er bara bull í dag. Stefán þessir pistlar þínir um náttúruvernd og ferðamál þurfa að byrtast sem víðast,og vonandi sjá þeir aðilar sem að ferða og Umhverfismálum koma lesi pistlana þína. Er sammála mörgum hugmyndum hjá þér. En auðvitað eigum við að fara með gát og ekki með hraði í ákvörðunartökum gagnvart náttúrunni,sem er viðkvæm.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka þér fyrir Númi.

Stefán Júlíusson, 19.3.2012 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband