Schengen og páskafrí
8.4.2012 | 16:59
Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra páska.
Ég er í páskafríi og er ansi ánægður með það. Það er aldrei að vita hvenær ég fæ næst frí á páskunum.
Það er ekki sjálfsagður hlutur að fá páskafrí þegar við störfum í ferðaiðnaðinum, hvort sem það er að veita þeim þjónustu eða við framleiðslu.
Ég ákvað að verja páskafríinu í ár m.a. við að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hótel á Íslandi og að búa til plakat og ritgerð sem fylgir því.
En margir skólafélagar ákváðu að ferðast um Evrópu og kynnast þessari heimsálfu.
Ein góð ástæða fyrir því af hverju svona margir skólafélagar ákveða að ferðast um Evrópu er Schengen-samstarfið.
Margir skólafélaga minna eru frá Asíu og áður fyrr þurftu þeir vegabréfaáritun fyrir hvert einasta land. Núna er nóg fyrir þá að vera með Schengen-vegabréfsáritun og þá hafa þau þegar þau hefja nám í Sviss.
Ég man að áður en að Sviss gekk í Schengen að þá þurftu samnemendur mínir að sækja um vegabréfsáritun fyrir hvert einasta land í Evrópu. Það skipti ekki máli hvort þeir voru á leiðinni þangað eða ekki. Þá fóru ansi margir til Englands.
Núna fer enginn til Englands, þ.e. Bretlandseyja, því það þarf að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þangað.
Fyrir þennan hóp hefur Schengen-samstarfið haft góð áhrif. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd.
Ég hlakka til að heyra ferðasögurnar þeirra.
Athugasemdir
Fáum við að sjá eitthvað um hótelið Stefán ? Vekur forvitni mína.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 14:49
Það getur vel verið að ég skrifi eitthvað um það seinna, en ekki á meðan ég er að vinna í því. Á meðan er allt leyndó.
Stefán Júlíusson, 11.4.2012 kl. 14:55
Skil það vel Stefán og megi þetta ganga sem best hjá þér. Bíð spennt ;)
Verð bara að ímynda mér þangað til ...kannski að þetta verði Torfhótel ? Eða Prison Hótel ? Eða eitthvert fjölskylduhótel fyrir erlenda ferðamenn. Það sjást varla börn hér með ferðamönnum, eins og við tökum börnin okkar með til Spánar og víðar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 15:25
Hjördís, Torfhótelið og Prison hótelið er verkefnið okkar. Ég fer ekki að nota það án þíns leyfis.
Ég var byrjaður að skrifa viðskiptaáætlunina áður en við fórum að ræða saman.
Stefán Júlíusson, 11.4.2012 kl. 16:08
Og hvenær ætlum við þá að vinna að hótelunum okkar ? Bæði yrðu vel heppnuð og vinsæl og skemmtileg auglýsing fyrir landið okkar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.